Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 96
94
og fullunnið þá að mestu. Mýrajarðvegur. Tilraunin var slegin nokkruin
sinnum í ágúst 1953 til þess að uppræta arfa. Smárinn var smitaður.
4. Grænfóðurtilraunir.
Gerðar voru tvær tilraunir með grænfóður árið 1954, önnur með hafra
en hin með belgjurtagrænfóður.
Áburðartilraun á höfrum, nr. 25 1954.
Hkg af ha Hlutföll
Áburður kg/ha: Grænf. Hey Grænf. Hey
a. 130 P, 150 K, 0 N 197.5 44.6 100 100
b. 130 P, 150 K, 60 N 380.0 76.5 192 172
c. 130 P, 150 K, 120 N 412.5 74.8 209 168
d. 130 P, 150 K, 180 N 417.5 79.9 211 179
e. 130 P, 150 K, 0 N 270.5 54.5 137 122
Tilhögun að öðru leyti var þessi: Á a, b, c og d var sáð 220 kg á ha af
Stálhöfrum, en í e-lið var sáð 110 kg Stálhöfrum, 80 kg Botnia-gráertum
og 70 kg venjulegum fóðurflækjum.
Stærð áburðarreita var 6 X 5 r= 30 m2. Sláttureitir 20 m2. Samreitir 4.
Sáð var í tilraunina og borið á 4. og 5. júní. Slegið var 16. sept., og voru
þá hafrar nýskriðnir og belgjurtir að byrja að blómstra. Belgjurtirnar
voru prýðilega smitaðar, en nutu sín þó tæplega vegna þess, hversu kalt
var síðari hluta sumars. Tilraunin var gerð á nýlega unnnm mýrajarð-
vegi í Nátthaganum.
Tilraun með belgjurtagrœnfóður, nr. 26 1954.
Hkg af ha Hlutföll
Sáðmagn kg/ha: Gras Hey Gras Hey
a. 200 Stálhafrar 227.5 67.7 100 100
b. 100 Stálh., 200 Botnia 219.0 61.3 96 90
c. 100 Stálh., 130 fóðurflækja .... 166.0 50.8 73 75
d. 100 Stálh., 100 Botnia, 65 fóðurf. 202.0 59.9' 89 88
Tilhögun var þessi: Tilraunaliðir 4. Samreitir 4. Stærð reita 6 X 6 —
36 m2. Sláttureitir 5 X 5 = 25 m2. Tilraunin er gerð niður á bökkum,
á mjög sendnu landi. Belgjurtirnar voru smitaðar, en smitun var mjög
lítil eða engin. Borið var á tilraunina 20 kg N, 90 kg P og 90 kg K. Sáð
var og borið í tilraunina 8. júní.