Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 97
95
Notaðar voru Botnia-gráertur og venjuleg fóðurflækja. Uppskera varð
misjöfn af reitunum, sumir voru sýnilega skemmdir af sandfoki, er mun
einnig hafa skafið ofan af fræinu, valdið lélegri spírun og eyðilagt smitun
belgjurtanna.
B. Tilraunir með komrækt.
Samanburður á byggafbrigðum 1954.
Nokkrum byggafbrigðum var sáð 25. maí. Stærð reita var 20 m2. Sam-
reitir 4. Borið var á 80 kg P og 60 kg K en ekkert N. Byggið var komið
upp 5. júní og það var slegið 22. sept.. Tilraunin var niður á bökkum á
sendnu landi. Forrækt kartöflur. Uppskeran eyðilagðist í snöggu storm-
áhlaupi 27. sept.
Þessar tegundir voru reyndar: 1. Dönnesbygg, 2. Flöjabygg, 3. Edda-
bygg, 4. Sigurbygg, 5. Tampabygg.
Eftirfarandi athuganir voru gerðar 22. september, þegar byggið var
slegið:
1. Dönnesbygg: Misþroska, kjarnalaus öx innan um. Græn- til gul-
þroska.
2. Flöjabygg: Gisið, fremur lágvaxið, gulþroskað. Öxin fremur smá,
en dágóður kjarni.
3. Eddabygg: Vel vaxið, lítið af kjamalausum öxum. Græn- til gul-
þroska.
4. Sigurbygg: Mikið af lélegum öxum, en nokkuð jafnt sprottið. Gul-
þroskað.
5. Tampabygg: Mjög mikið af kjarnalausum öxum. Græn- til gul-
þroskað.
Samanburður á hafraafbrigðum 1954.
Reyndar voru aðeins tvær tegundir af höfrum, Viðarhafrar og Svalöv
Orionhafrar. Var þeim sáð á sama tíma og bygginu og meðferð öll hin
sama. Hvorug tegundin náði þroska.
Árið 1953 var eftirfarandi athugun gerð með bygg og hafra: Sáð var
Flöjabyggi og Samehöfrum 18. maí í 500 m2 lands. Kornið kom seint upp,
en það náði sér vel og skreið nokkuð jafnt. Flöjabyggið var slegið 15.
sept. og var þá mjög vel þroskað. Hafrarnir voru slegnir í byrjun október
og voru þá vel þroskaðir.