Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 101
99
Af heimilstækjum var keypt rafmagnsþvottavél. Þá var og keypt vegna
tilrauna reitasláttuvél, þurrkskápur og vigt.
b. Búið.
Haustið 1953 var sett á vetur af búfé: 5 kýr, 4 geldneyti og 1 kálfur,
5 hross, 321 ær, 130 lömb og 10 hrútar og sauðir. En haustið 1954 var
sett á: 4 kýr, 3 geldneyti og 1 kálfur, 5 hross, 374 ær, 148 lömb, 13 hrútar
og sauðir. Hænsn hafa verið 12 fyrra árið og 22 síðara árið.
Auk þess voru á fóðrum upp í kaup starfsmanna veturinn 1953—54
110 kindur og 2 hross, en veturinn 1954—55 eru það 30 kindur.
Vanhöld voru nú mikið minni en tvö árin á undan. Árið 1953 fórust
12 ær og 2 lömb um veturinn. Þetta ár er talið frá 1. jan,—31. okt., en árið
1954 (sauðfjárárið) frá 1. nóv. 1953—31. okt. 1954. Vanhöld árið 1954
voru: 11 ær, 2 gemlingar, 1 hrútur fullorðinn og 1 veturgamall. Geta má
þess, að tvær ær hafa farizt úr garnaveiki á sauðfjárárinu 1955, en annars
hefur hún undralítið gert vart við sig, og nú eru aðeins um 70 ær á fóðr-
um óbólusettar við garnaveiki.
Veturinn 1954 heimtust 2 lömb, annað í janúar, hitt í marz, og bætt-
ust við töluna, er á vetur var sett haustið 1953.
Heyfengur sumarið 1953 var áætlaður 1100 hestar, og eins og áður
miðað við 100 kg úr stáli að vetri í hestburð. Var mestur hluti þess af
ræktuðu landi og ábornu, en þó ca. 200—250 hestar, sem telja ætti úthey.
í vothey voru settir ca. 80 hestar. Heyfyrningar frá árinu áður voru litlar,
ca. 40 hestar, en vorið 1954 áætlaðar 250 hestar. Heyjað var af ýmsum
öðrum, þ. e. leigðar slægjur 148 hestar. Kartöfluuppskera var hér, sem
annars staðar, með eindæmum góð. Alls var uppskeran áætluð a. m. k.
160 tn. Ekki var unnt að selja nema rösklega 40 tn.
Varð því útkomna eftir garðræktina allt annað en góð.
Rófnauppskera varð ca. 20 tn., og var óhemju vöxtur á þeim. Örfáir
pokar seldust um sumarið, en mest var gefið kúm. Geymt var úti í tveim
bingjum með þunnu torf- og moldarlagi yfir, og tókst sú geymsla mjög
vel. Hvítkál, blómkál og annað grænmeti spratt með ágætum.
Heyfengur 1954 var áætlaður 1000 hestar — á sama hátt og áður. Svip-
aður hluti og árið áður var úthey. Þar af voru um 120 hestar af áveitu-
landi af nesinu. Vorið 1953 var Jökulsánni veitt á, og einnig 1954. Hélzt
vatnið þó ekki eins vel á útnesinu, þar eð fyrirhleðslan, er gerð var með
jarðýtu haustið 1952, bilaði nokkuð í desemberflóðinu. Grasvöxtur verð-
ur strax betri í áveitustykkjunum og graslag batnar. í vothey voru nú
settir ca. 210 hestar og báðar gryfjurnar við fjárhúsin kúffylltar tvisvar.
7*