Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 11
í barnaskóla í Fljótsdal 1962-1965
ljóðlínuna upp aftur og aftur. Að lokum sá
kennarinn sitt óvænna og hætti að gefa mér
forskrifit en bauð mér þess í stað að velja sjálf
kvæði og skrifa þau upp í stílabókina eins vel
og ég gæti. Ég var mjög ánægð með þetta
og ljóðaáhugi minn margefldist við að leita
að kvæðum sem mér fundust skemmtileg.
Skriftin lagaðist líka heldur, þó að aldrei yrði
hún mjög áferðarfalleg.
Fyrirkomulag kennslunnar var þannig
að skólinn byrjaði klukkan 9:00 og var til
klukkan 14:00. Krakkamir höfðu með sér nesti
í skólatöskunni og borðuðu í hádeginu við
skólaborðin, nema ég sem fór fram í eldhús á
Klaustri til þess að borða með heimilisfólkinu.
Skólinn skiptist í yngri og eldri deild og
voru 12 til 14 ára böm í eldri deild en 11
ára og yngri í yngri deild. Hvorri deild fyrir
sig var kennt í þrjár vikur, að mig minnir,
en á meðan lærði hin deildin heima og setti
kennarinn þá væntanlega fyrir námsefni en
eftir því man ég ekkert.
Tvo fyrstu vetur mína í skólanum gekk
skólabíll á hverjum degi norður dal á milli
Skriðuklausturs og Hjarðarbóls. Á þeirri
línu var oftast fært og þar vom böm á skóla-
skyldualdri á hverjum bæ. Eitthvað var þá líka
byrjað að keyra frá eystri helmingi sveitar-
innar og einnig krakka frá Valþjófsstað.
Krökkum úr Norður- og Suðurdal var
komið fyrir á bæjum í miðri sveit líkt og var
með okkur sem bjuggum yst. Ég átti heima
á sveitarenda að norðan og engum lifandi
manni datt þá í hug að hægt væri að senda
bíl alla þá leið eftir einum krakka. Allra síst
hefði það hvarflað að föður mínum sem á
þessum ámm var í hreppsnefnd og skólanefnd,
líklegast formaður hennar, að auka svo útgjöld
sveitarsjóðs að nauðsynjalausu. Eldri systkini
mín höfðu öll þurft að fara að heiman í skóla.
Foreldrar bama sem koma þurfiti fyrir á
bæjum greiddu líklegast eitthvað með þeim
en engar upplýsingar hef ég um hvað greitt
var með mér á Klaustri og aldrei heyrði ég
á það minnst.
Hvemig var svo að vera send í skóla fjarri
heimili sínu? Að þurfa að kveðja mömmu
eldsnemma á mánudagsmorgni og sjá hana
ekki aftur fyrr en síðdegis á laugardegi. Á
þessum árum var skólavikan sex dagar eins og
vinnuvikan. Ohætt er að segja að það reyndist
lítilli sálu mjög erfitt til að byrja með, ekki
síst á kvöldin þegar að ég átti að fara að sofa.
Á Skriðuklaustri var díselmótor til raf-
magnsframleiðslu. Hann var í kjallaranum og
var mjög hávær og barst niðurinn frá honum
um allt húsið. Ennþá man ég óendanlega
þögnina - og myrkrið, þrátt fyrir olíulampana,
sem helltist yfír þegar slökkt var á mótomum
seint á kvöldin.
Heima á Droplaugarstöðum var vatnsafls-
virkjun til rafmagnsframleiðslu og alltaf hægt
að kveikja ljós ef rafmagnið var í lagi. Ut frá
niðinum í fossunum í Hrafnsgerðisánni sem
rennur skammt frá bænum, hafði ég sofnað
alla mína ævi og á Klaustri fannst mér þögnin
á kvöldin vera ærandi. I byrjun fannst mér
tíminn líka oft lengi að líða og óralangt þangað
til að laugardagurinn kæmi. Á þetta minntist
ég þó aldrei við foreldra mína, enda mun ég
hafa litið á þetta sem mitt vandamál en ekki
þeirra.
Kennslutíminn leið oftast hratt en þegar
að skóla lauk og ég varð ein eftir fór tíminn
að líða hægt. Allir hinir krakkarnir fóm heim
með skólabílnum eða að minnsta kosti heim
með einhverjum. Oftast fór ég eitthvað út
seinni partinn en þar var lítið við að vera. Á
Klaustri voru allir mér mjög góðir en þar var
ekki eiginlegt heimili eins og á sveitabæjum,
heldur voru þarna frekar eins og húsbændur
og hjú og á kvöldin voru flestir í rólegheitum
í sínum vistarverum. Stundum vom ráðskonur
á Klaustri með litla krakka sem lífguðu upp
á tilveruna en ég var oftast eina skólabarnið
þar þessa vetur. Brátt vandist ég líka breyttu
umhverfi og heimþráin lét undan síga.
9