Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 12

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 12
Múlaþing Droplaugastaðir í Fljótsdal. Eigandi myndar: Bergljót Hallgrímsdóttir. Eins og ég hef nefnt fannst mér gaman í skólanum, ekki síst í frímínútunum þegar hægt var að vera í skipulögðum leikjum en það fannst mér óskaplega skemmtilegt. Ég man sérstaklega eftir tveimur leikjum: Hafnarleik þar sem hlaupa átti á milli tveggja hafna án þess að láta þann sem var‘ann góma sig með „klukki“ og Pottleik þar sem tveir risar áttu að fanga hina og færa þá í pott sinn og jafnframt að koma í veg fyrir að þeir sem eftir voru „úti“ frelsuðu hina úr pottinum jafnóðum. Ég var mjög fljót að hlaupa og gat hlaupið fljótustu strákana uppi svo að ég naut mín mjög vel í leikjum. Fljótlega fór mér að leiðast stríðnin sem alltaf var dálítil í krakkahópnum. Krakkar frá sumum heimilum virtust útsettari fyrir stríðni heldur en frá öðrum heimilum og sama gilti um ákveðna einstaklinga. Alla mína skólagöngu leiddist mér þessi stríðni, hvort sem hún beindist gegn mér eða einhverjum öðram. I dag myndu þessar athafnir krakkanna meira og minna flokkast undir einelti en á þessum árum var það ekki þekkt hugtak. Mér var lífsins ómögulegt að botna í því til hvers var verið að eyða orku og tíma í stríðni með tilheyrandi leiðindum og gráti, þegar hægt var að vera í skemmtilegum leikjum. Annan veturinn minn á skólanum fylgdi ég strákunum tveimur sem voru ári eldri upp í eldri deild. Mér líkaði það betur, þessir krakkar voru þroskaðri og voru minna að stríða. Þeir tóku mér vel þótt ég væri yngri og ég var líka komin með námsefni sem ég þekkti ekki allt fyrirfram, svo ég hafði eitthvað við að vera við heimalærdóm eftir skóla. Við fengum nýja námsbók í heilsufræði og nýja landabréfabók. Hún var litprentuð í stóru broti og mér fannst og fmnst enn hún vera hinn mesti dýrgripur. Stafsetning og málfræði bættust líka við en fög eins og handavinna og leikfimi vora ekki kennd. Ég var minna í skólanum eftir áramót því pabbi fékk stundum frí fyrir mig. Honum og kennaranum mun hafa komið saman um að ég kynni samt það sem til var ætlast í skólanum. 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.