Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 13
í barnaskóla í Fljótsdal 1962-1965
Oft var ég þá látin smala ánum sem þá
var beitt á hverjum degi en þær komu oft
ekki heim sjálfar ef veður var gott. Ég var því
mikið á ferðinni frá fljóti og upp á ijallsbrúnir
og kynntist ágætlega síbreytilegri náttúrunni.
Þama voru hreindýr stundum á beit og það
var spennandi að reyna að nálgast þau. I
klettabeltum og gilskomingum virtust líka
vera kjömir bústaðir fyrir álfa og huldufólk
en sögur af þeim kunni ég fjölmargar. Vegna
smalamennskunnar lærði ég um kennileiti og
ömefni sem kom sér vel fyrir mig veturinn
eftir.
Breytt skólasókn
Þriðja og seinasta veturinn í skólanum vora
tveir kennarar sem kenndu fram að áramótum
og þá voru báðar deildimar í skólanum í einu.
Kennarinn sem bættist við var presturinn á
Valþjófsstað, séra Bjami Guðjónsson. Nú var
kennt í félagsheimili sveitarinnar, Végarði
sem stendur aðeins sunnar en Klaustur, í
landi Valþjófsstaðar. 1 Végarði var salur, sena
(leiksvið), fundarherbergi, eldhús, snyrtingar,
fatahengi og forstofa. Salinn notuðum við lítið
nema við voiprófín en okkur eldri krökkunum
var kennt á senunni og þeim yngri líklega í
fundarherberginu. Eftir áramót fór Margrét
í leyfi og Bjami kenndi eftir það einn og þá
fómm við að vera til skiptist í skóla og heima
eins og árin áður.
Þennan vetur fór skólabíllinn að ganga út í
Geitagerði en þaðan vom bara tvær bæjarleiðir
heim í Droplaugarstaði. Karl faðir minn hafði
sem fyrr ætlað mér dvöl á Klaustri en nú sagði
sú stutta stopp og heimtaði að fá að fara heim
eins og krakkarnir í Geitagerði - gangandi
ef ekki vildi betur til. Ég hafði mitt fram
á þrjóskunni og það varð úr að Guðsteinn
bróðir minn keyrði mig á Rússajeppanum á
morgnana í Geitagerði, í veg fyrir skólabílinn
og sótti mig aftur síðdegis. Nú var ég loksins
með nesti að heiman eins og hinir krakkarnir,
gulan plastbrúsa með kúamjólk og box
Séra Bjarna Guðjónsson. Eigandi myndar: Ljósmynda-
safn Austurlands.
með rúgbrauði og kæfu eða heimagerðum
mysuosti.
Nokkru eftir áramót fór bróðir minn að
heiman í vinnu og þar sem enginn annar á
heimilinu hafði bílpróf, vom góð ráð dýr en
ég var sem fyrr ekki til viðtals um láta koma
mér fyrir, hvorki á Klaustri né annarsstaðar.
Það varð því að ráði að Grána var jámuð
og á henni reið ég í Geitagerði hvem morgun
þar sem Guttormur bóndi tók á móti henni,
hýsti og gaf og hafði svo aftur tilbúna þegar
ég kom með bílnum síðdegis. Þetta var mikil
greiðasemi sem bóndinn í Geitagerði sýndi
mér þama en á milli heimilanna í Geitagerð
og á Droplaugarstöðum, var bæði frændsemi
og vinátta og Guttormur sem hafði áður verið
um árabil farkennari í Fljótsdal, var mér alltaf
mjög góður.
Gránu hafði pabbi keypt tamda utan úr
Jökulsárhlíð. Hún var sérvitur nokkuð og
gerði sér mannamun en mikið fjörhross
og hafði mér fram að þessu lítt verið trúað
fyrir að ríða henni. Einkum gerðist hún
æst þegar snúið var í áttina heim. Hún var
ekkert unglamb lengur en viljinn samur
við sig. Hún brokkaði greiðlega með inig
11