Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 13

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 13
í barnaskóla í Fljótsdal 1962-1965 Oft var ég þá látin smala ánum sem þá var beitt á hverjum degi en þær komu oft ekki heim sjálfar ef veður var gott. Ég var því mikið á ferðinni frá fljóti og upp á ijallsbrúnir og kynntist ágætlega síbreytilegri náttúrunni. Þama voru hreindýr stundum á beit og það var spennandi að reyna að nálgast þau. I klettabeltum og gilskomingum virtust líka vera kjömir bústaðir fyrir álfa og huldufólk en sögur af þeim kunni ég fjölmargar. Vegna smalamennskunnar lærði ég um kennileiti og ömefni sem kom sér vel fyrir mig veturinn eftir. Breytt skólasókn Þriðja og seinasta veturinn í skólanum vora tveir kennarar sem kenndu fram að áramótum og þá voru báðar deildimar í skólanum í einu. Kennarinn sem bættist við var presturinn á Valþjófsstað, séra Bjami Guðjónsson. Nú var kennt í félagsheimili sveitarinnar, Végarði sem stendur aðeins sunnar en Klaustur, í landi Valþjófsstaðar. 1 Végarði var salur, sena (leiksvið), fundarherbergi, eldhús, snyrtingar, fatahengi og forstofa. Salinn notuðum við lítið nema við voiprófín en okkur eldri krökkunum var kennt á senunni og þeim yngri líklega í fundarherberginu. Eftir áramót fór Margrét í leyfi og Bjami kenndi eftir það einn og þá fómm við að vera til skiptist í skóla og heima eins og árin áður. Þennan vetur fór skólabíllinn að ganga út í Geitagerði en þaðan vom bara tvær bæjarleiðir heim í Droplaugarstaði. Karl faðir minn hafði sem fyrr ætlað mér dvöl á Klaustri en nú sagði sú stutta stopp og heimtaði að fá að fara heim eins og krakkarnir í Geitagerði - gangandi ef ekki vildi betur til. Ég hafði mitt fram á þrjóskunni og það varð úr að Guðsteinn bróðir minn keyrði mig á Rússajeppanum á morgnana í Geitagerði, í veg fyrir skólabílinn og sótti mig aftur síðdegis. Nú var ég loksins með nesti að heiman eins og hinir krakkarnir, gulan plastbrúsa með kúamjólk og box Séra Bjarna Guðjónsson. Eigandi myndar: Ljósmynda- safn Austurlands. með rúgbrauði og kæfu eða heimagerðum mysuosti. Nokkru eftir áramót fór bróðir minn að heiman í vinnu og þar sem enginn annar á heimilinu hafði bílpróf, vom góð ráð dýr en ég var sem fyrr ekki til viðtals um láta koma mér fyrir, hvorki á Klaustri né annarsstaðar. Það varð því að ráði að Grána var jámuð og á henni reið ég í Geitagerði hvem morgun þar sem Guttormur bóndi tók á móti henni, hýsti og gaf og hafði svo aftur tilbúna þegar ég kom með bílnum síðdegis. Þetta var mikil greiðasemi sem bóndinn í Geitagerði sýndi mér þama en á milli heimilanna í Geitagerð og á Droplaugarstöðum, var bæði frændsemi og vinátta og Guttormur sem hafði áður verið um árabil farkennari í Fljótsdal, var mér alltaf mjög góður. Gránu hafði pabbi keypt tamda utan úr Jökulsárhlíð. Hún var sérvitur nokkuð og gerði sér mannamun en mikið fjörhross og hafði mér fram að þessu lítt verið trúað fyrir að ríða henni. Einkum gerðist hún æst þegar snúið var í áttina heim. Hún var ekkert unglamb lengur en viljinn samur við sig. Hún brokkaði greiðlega með inig 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.