Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 22

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 22
Múlaþing Urðuð þið ekkert sárfættar? Jú, ég var slæm. Eg get ekki lýst því. Þá held ég að hafí byrjað fótaveikin í mér. María fann ekkert til. Þetta var nú sæmilegur vegur. Malarvegur. Svo var stundum bara grasflötur sem maður gekk eftir. Þar var mýkra að ganga. - Pósturinn bað mig svo oft fyrirgefningar á því hvað hann hafði tekið illa á móti mér. Við urðum svo með honum alla leið að Steinsstöðum í Öxnadal. Þar áði hann. Hann setti nú ekki mikið upp fyrir hestlánið. Tvær krónur lét hann mig borga. Svo fórum við gangandi út á Bægisá, fengum þar ágætis gistingu. Borguðuð þið Jyrir gistinguna á leiðinni? Já, auðvitað. Krónu og fímmtíu. Við fengum að borða um kvöldið og svo morgunmat áður en við lögðum af stað. — Frá Bægisá fórum við á laugardagsmorgni og vorum komnar um kvöldið til Akureyrar. Ósköp fannst mér lítil bæjarhúsin í Öxnadalnum. Heldur fannst mér þetta lélegar byggingar að sjá þarna og í Skagafírðinum. Voru húsakynni reisulegri hér á Héraði? Já, það fannst mér. Hærri og meiri. í Húnavatnssýslu kynntist ég bara stórbændum. Þar var mikil áhersla lögð á að: „vinna og vinna, vísdóms æðstu köllun sinna“ eins og stendur í sálminum. Það var farið klukkan sjö að morgni á engjamar til heyskaparins. Eg þekkti náttúmlega að frjálst er í fjallasal. Það var frjálst í mínum heimahögum. Ekki margra tíma vinna á unglingum. Þegar ég var á Hnúki var heyjað á engjum á eyrum úti í Vatnsdalsánni og þurfti að fara á bát yfír á eyrarnar. Eg þurfti að fara með sláttumönnunum yfír í bátnum snemma á morgnana. Eg var kaupakona og átti fýrst og fremst að vinna úti. Það var nú að hreinsa túnið og venjuleg sveitavinna. Og hjálpa til að gera hreint og skúra á laugardögum. Hvað fékkstu í kaup? Ja, um sláttinn fékk ég 17 krónur yfír vikuna. Þá var hæsta kaupið 18 en ég kunni nú ekki við að vera að biðja um það og vera allra hæst. En hvað fengu kaupamenn í kaup? Ja, ég heyrði talað um að einn hefði 50 krónur um vikuna. Gengu kaupamenn og -konur í sömu störf? Já, þeir þurftu að slá, þær þurftu að raka, það var eini munurinn. Svo náttúrlega að binda. Það var alltaf heljarmikið púl þegar var verið að binda. Það var sett heyið í heljarmikla galta sem kallaðir voru...við skulum ekki vera að rifja það upp... og látið standa þar svo og svo lengi því það var um að gera að heyja, ná saman heyinu. Svo var farið að binda þegar var komið nokkuð mikið. Það var bundið á 180, komst upp í 190 hesta á dag. Það voru a.m.k. átta hestar í lest. Það var heldur lítið í bandi og karlmaðurinn batt einn. En tvær í bandi með honum sem kallað var. Það þýðir að þær voru tvær að hjálpa honum að binda. Önnur konan átti að leggja niður reipin, rífa úr sátunni og setja á. Svo átti hann að binda bara. Síðan átti hin konan að taka utan úr böggunum og saxa lausa heyið. Einn dag þegar ég var að binda komumst við upp í 208 hesta og þótti gott. Heyskaparhættir hér voru öðruvísi. Það var allt svona rólegra. Bundið bara úr sátum og flekkjum eftir því sem verkast vildi. Ekki hafðar svona stórar lestir. Það voru þrír og fjórir hestar í lest, eftir því sem langt var að fara. I Eyjafírðinum var notuð svokölluð rekstrarstúlka þegar slegið var á sléttum engjum. Þetta var einhverslags botnlaus vírpoki sem festur var við ljáinn og heyið fór í gegnum um leið og orfinu var sveiflað í næsta ljáfar. Þannig féll það í flekki og auðveldara var að raka því saman. 1 Eyjafírðinum var ég í kaupavinnu á Kaupvangi og einnig var ég þar vetrarstúlka 1918-1919. Hjá þeim hjónum Bergsteini Kolbeinssyni og Ingibjörgu 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.