Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 22
Múlaþing
Urðuð þið ekkert sárfættar?
Jú, ég var slæm. Eg get ekki lýst því. Þá held
ég að hafí byrjað fótaveikin í mér. María
fann ekkert til. Þetta var nú sæmilegur vegur.
Malarvegur. Svo var stundum bara grasflötur
sem maður gekk eftir. Þar var mýkra að ganga.
- Pósturinn bað mig svo oft fyrirgefningar
á því hvað hann hafði tekið illa á móti mér.
Við urðum svo með honum alla leið að
Steinsstöðum í Öxnadal. Þar áði hann. Hann
setti nú ekki mikið upp fyrir hestlánið. Tvær
krónur lét hann mig borga. Svo fórum við
gangandi út á Bægisá, fengum þar ágætis
gistingu.
Borguðuð þið Jyrir gistinguna á leiðinni?
Já, auðvitað. Krónu og fímmtíu. Við fengum
að borða um kvöldið og svo morgunmat áður
en við lögðum af stað. — Frá Bægisá fórum
við á laugardagsmorgni og vorum komnar
um kvöldið til Akureyrar. Ósköp fannst mér
lítil bæjarhúsin í Öxnadalnum. Heldur fannst
mér þetta lélegar byggingar að sjá þarna og
í Skagafírðinum.
Voru húsakynni reisulegri hér á Héraði?
Já, það fannst mér. Hærri og meiri. í
Húnavatnssýslu kynntist ég bara stórbændum.
Þar var mikil áhersla lögð á að: „vinna og
vinna, vísdóms æðstu köllun sinna“ eins og
stendur í sálminum. Það var farið klukkan
sjö að morgni á engjamar til heyskaparins.
Eg þekkti náttúmlega að frjálst er í fjallasal.
Það var frjálst í mínum heimahögum. Ekki
margra tíma vinna á unglingum. Þegar ég
var á Hnúki var heyjað á engjum á eyrum
úti í Vatnsdalsánni og þurfti að fara á
bát yfír á eyrarnar. Eg þurfti að fara með
sláttumönnunum yfír í bátnum snemma á
morgnana. Eg var kaupakona og átti fýrst og
fremst að vinna úti. Það var nú að hreinsa
túnið og venjuleg sveitavinna. Og hjálpa til
að gera hreint og skúra á laugardögum.
Hvað fékkstu í kaup?
Ja, um sláttinn fékk ég 17 krónur yfír vikuna.
Þá var hæsta kaupið 18 en ég kunni nú ekki
við að vera að biðja um það og vera allra hæst.
En hvað fengu kaupamenn í kaup?
Ja, ég heyrði talað um að einn hefði 50 krónur
um vikuna.
Gengu kaupamenn og -konur í sömu störf?
Já, þeir þurftu að slá, þær þurftu að raka, það
var eini munurinn. Svo náttúrlega að binda.
Það var alltaf heljarmikið púl þegar var verið
að binda. Það var sett heyið í heljarmikla galta
sem kallaðir voru...við skulum ekki vera að
rifja það upp... og látið standa þar svo og svo
lengi því það var um að gera að heyja, ná
saman heyinu. Svo var farið að binda þegar
var komið nokkuð mikið. Það var bundið á
180, komst upp í 190 hesta á dag. Það voru
a.m.k. átta hestar í lest. Það var heldur lítið
í bandi og karlmaðurinn batt einn. En tvær í
bandi með honum sem kallað var. Það þýðir
að þær voru tvær að hjálpa honum að binda.
Önnur konan átti að leggja niður reipin, rífa úr
sátunni og setja á. Svo átti hann að binda bara.
Síðan átti hin konan að taka utan úr böggunum
og saxa lausa heyið. Einn dag þegar ég var að
binda komumst við upp í 208 hesta og þótti
gott. Heyskaparhættir hér voru öðruvísi. Það
var allt svona rólegra. Bundið bara úr sátum
og flekkjum eftir því sem verkast vildi. Ekki
hafðar svona stórar lestir. Það voru þrír og
fjórir hestar í lest, eftir því sem langt var
að fara. I Eyjafírðinum var notuð svokölluð
rekstrarstúlka þegar slegið var á sléttum
engjum. Þetta var einhverslags botnlaus
vírpoki sem festur var við ljáinn og heyið fór í
gegnum um leið og orfinu var sveiflað í næsta
ljáfar. Þannig féll það í flekki og auðveldara
var að raka því saman. 1 Eyjafírðinum var
ég í kaupavinnu á Kaupvangi og einnig var
ég þar vetrarstúlka 1918-1919. Hjá þeim
hjónum Bergsteini Kolbeinssyni og Ingibjörgu
20