Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 25
Arndís Þorvaldsdótlir Það var fyrir 70 árum Frá Friðborgu og Osvald Nielsen r þessu ári eru 70 ár liðin frá því að fyrsta skóflustungan var tekin að húsi því sem fyrst var hafin bygging á þar sem síðar varð Egilsstaðaþorp. Þegar ég flutti til Egilsstaða í byrjun árs 1967 vakti þetta fallega hús strax athygli mína. Þegar ég spurðist fyrir var mér sagt að það væri teiknað og byggt af dönskum manni, OsvaldNielsen, sem ásamt konu sinni Friðborgu Einarsdóttur var einn af frumbýlingunum í Egilsstaðaþorpi. Þó að Nielsen, eins og hann var alltaf kallaður, væri látinn fyrir 5 árum þegar þetta var, bar nafn hans oft á góma á vinnustað mínum í Mjólkurstöðinni. Skynjaði ég strax að um þennan mann áttu vinnufélagar mínir góða minningar og að störf hans hefðu markað spor í sögu hinnar ungu byggðar. Seinna var ég tvisvar sinnum, með fárra ára millibili, leigjandi í Nielsenshúsi. A fyrra tímabilinu var Friðborg, ekkjaNielsen, enn á lífi. Naut ég þá og mín litla íjölskylda umhyggju hennar og hjálpsemi. Allar götur síðan hefúr mig langað að festa á blað sögu hússins og þeirra sem það reistu. Ekki síst þar sem það er nú mikið breytt, að utan sem innan, frá því sem upphaflega var. Hans Sören Osvald Nielsen fæddist í Kaupmannahöfn 2. janúar 1897. Nielsen eins og hann var alltaf kallaður hér átti í æsku heima út á Amager. Hann missti komungur foreldra sína og systur úr berklum og ólst eftir það upp hjá ömmu sinni sem rak matsölu í Kaupmannahöfn. Hann fór ungur að vinna fyrir sér, stundaði nám við landbúnaðarskóla og við Lýðháskólann í Askov og var síðan í íþróttaskóla Niels Buck í Ollerup. Arið 1922 ákvað hann að leita gæfúnnar á Islandi og réðist í gegnum Dansk Isl. Samfund til landbúnaðarstarfa í Vopnafjörð, þar sem ákvörðunarstaðurinn var bærinn Egilsstaðir. Nielsen tók sér far með Gullfossi og hélt síðan til Seyðisljarðar. Þar sté hann á land og lagði á Fjarðarheiði með föggur sínar í bastkistu á bakinu. Varla hefur hann grunað þegar hann stóð á Fjarðarheiðarbrún og horfði yfir Fljótsdalshérað að þar ætti hann eftir að dvelja það sem eftir væri ævinnar. Fyrsti áfangastaðurinn Lífseig er sú saga að þegar Nielsen kom að Egilsstöðum á Völlum hafi hann haldið sig vera kominn á áfangastað. Þar vom þá fyrir stuttu tekin við búi hjónin Sigríður Fanney Jónsdóttirog Sveinn Jónsson. Þau voru bæði menntuð í Danmörku og hafa efalaust haft gaman af að ræða við þennan langt að komna gest. Segir sagan að Sveini hafi litist svo vel 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.