Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 32
Múlaþing
ErnaNielsen ogElís Guðnason. Eigandi myndar: Erna
Nielsen.
hefði verið ástæðan til þess að faðir hennar
kom til Islands í upphafi, taldi hún að hann
hefði verið einmana og viljað breyta til. Hér
eignaðist hann ijölskyldu og mat mikils konu
sína, einkadóttur og fjölskyldu hennar eftir að
hún kom til sögunnar. Elís og Ema giftu sig
26. september 1953. Böm þeirra em fimm:
Ásvaldur, (1954) Guðni, (1956) Hallfreður,
(1959) Friðborg María, (1966) og Vilberg
Fannar, (1967).
Nielsen aðlagaðist fljótt íslenskum að-
stæðum en hélt þó í vissar hefðir frá Dan-
mörku. Kom stundum heim með svínshaus
fyrir jólin. Friðborg, sem hafði yndi af að
búa til góðan mat, útbjó þá svínasultu eftir
kúnstarinnar reglum. Þá var rjómaísinn
ómissandi á hátíðum og minnist Ema þess
að faðir hennar hafi einu sinni farið langt
upp í fjall á páskum til að sækja snjó, sem
fyrir tíma rafmagnsins var notaður ásamt
salti í svokallaða kuldablöndu sem ísinn var
frystur í. Sem fyrr segir vom þau hjónin mjög
samhent um að búa sér fallegt og notalegt
heimili og á Erna skemmtilega minningu um
föður sinn sem alla tíð var hófsmaður á vín.
Það kom þó stundum fyrir á sunnudögum að
hann skenkti sér vín í lítið staup. Settist svo
með það og kaffibolla inn í stofu og kveikti
sér í vindli. Við þessa athöfn, sem varð allt að
því hátíðleg, varð hann eins og annar maður
og naut stundarinnar út í æsar.
Friðborg var mjög frændrækin og leit
Nielsen á hennar fjölmörgu ættingja sem sína
fjölskyldu. Það sýnir bréf sem hann skrifaði
Friðborgu þegar hann dvaldi vegna fótameins
á sjúkrahúsi í Reykjavík veturinn 1961. Þar
gleðst hann yfir heimsóknum systkina hennar
og systkinabama og lýsir yfir ánægju sinni
með hjálp sem hún hefur veitt ungri frænku
sinni hér eysta. Allt er bréfið hið ástúðlegasta
og endar á kveðju til dóttursonanna þriggja
sem mega eiga von á kveðju frá afa í útvarps-
þættinum Oskalög sjúklinga.
Nielsen var vinnusamur maður og féll
frá í önnum dagsins. Þann 9. október 1962
var hann við vinnu sína við hús sem var í
byggingu við götuna Laufás á Egilsstöðum.
Hann fann þá til óþæginda, settist upp í jeppa
sinn og ók heim. Þar lagðist hann fýrir og var
dáinn eftir stutta stund. Fór útför hans fram frá
heimili hans að Lyngási, við mikið fjölmenni,
þann 16. sama mánaðar.
Hún lét ekki deigan síga
Þegar Friðborg missti mann sinn eftir þriggja
áratuga sambúð var hún sextug að aldri. Á
þessum ámm var þorpið óðum að stækka
og fyrirsjáanleg mikil þörf fyrir húsnæði á
næstu árum. Hún tók því þá ákvörðun að
koma húsinu í það horf að hún gæti haft af því
leigutekjur. Nielsen hafði verið með verkstæði
upp á lofti í norðurenda hússins. Þar innréttaði
hún nú herbergi og flutti svefnherbergi sitt
niður í borðstofuna.
30