Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 32

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 32
Múlaþing ErnaNielsen ogElís Guðnason. Eigandi myndar: Erna Nielsen. hefði verið ástæðan til þess að faðir hennar kom til Islands í upphafi, taldi hún að hann hefði verið einmana og viljað breyta til. Hér eignaðist hann ijölskyldu og mat mikils konu sína, einkadóttur og fjölskyldu hennar eftir að hún kom til sögunnar. Elís og Ema giftu sig 26. september 1953. Böm þeirra em fimm: Ásvaldur, (1954) Guðni, (1956) Hallfreður, (1959) Friðborg María, (1966) og Vilberg Fannar, (1967). Nielsen aðlagaðist fljótt íslenskum að- stæðum en hélt þó í vissar hefðir frá Dan- mörku. Kom stundum heim með svínshaus fyrir jólin. Friðborg, sem hafði yndi af að búa til góðan mat, útbjó þá svínasultu eftir kúnstarinnar reglum. Þá var rjómaísinn ómissandi á hátíðum og minnist Ema þess að faðir hennar hafi einu sinni farið langt upp í fjall á páskum til að sækja snjó, sem fyrir tíma rafmagnsins var notaður ásamt salti í svokallaða kuldablöndu sem ísinn var frystur í. Sem fyrr segir vom þau hjónin mjög samhent um að búa sér fallegt og notalegt heimili og á Erna skemmtilega minningu um föður sinn sem alla tíð var hófsmaður á vín. Það kom þó stundum fyrir á sunnudögum að hann skenkti sér vín í lítið staup. Settist svo með það og kaffibolla inn í stofu og kveikti sér í vindli. Við þessa athöfn, sem varð allt að því hátíðleg, varð hann eins og annar maður og naut stundarinnar út í æsar. Friðborg var mjög frændrækin og leit Nielsen á hennar fjölmörgu ættingja sem sína fjölskyldu. Það sýnir bréf sem hann skrifaði Friðborgu þegar hann dvaldi vegna fótameins á sjúkrahúsi í Reykjavík veturinn 1961. Þar gleðst hann yfir heimsóknum systkina hennar og systkinabama og lýsir yfir ánægju sinni með hjálp sem hún hefur veitt ungri frænku sinni hér eysta. Allt er bréfið hið ástúðlegasta og endar á kveðju til dóttursonanna þriggja sem mega eiga von á kveðju frá afa í útvarps- þættinum Oskalög sjúklinga. Nielsen var vinnusamur maður og féll frá í önnum dagsins. Þann 9. október 1962 var hann við vinnu sína við hús sem var í byggingu við götuna Laufás á Egilsstöðum. Hann fann þá til óþæginda, settist upp í jeppa sinn og ók heim. Þar lagðist hann fýrir og var dáinn eftir stutta stund. Fór útför hans fram frá heimili hans að Lyngási, við mikið fjölmenni, þann 16. sama mánaðar. Hún lét ekki deigan síga Þegar Friðborg missti mann sinn eftir þriggja áratuga sambúð var hún sextug að aldri. Á þessum ámm var þorpið óðum að stækka og fyrirsjáanleg mikil þörf fyrir húsnæði á næstu árum. Hún tók því þá ákvörðun að koma húsinu í það horf að hún gæti haft af því leigutekjur. Nielsen hafði verið með verkstæði upp á lofti í norðurenda hússins. Þar innréttaði hún nú herbergi og flutti svefnherbergi sitt niður í borðstofuna. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.