Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 55
Hrafnkell Lárusson
Svæðisútvarp Austurlands 1987-2010
Tildrög, starfsemi, hlutverk og þróun
Rannsóknin sem þessi grein byggir
á hófst um mitt ár 2013 og lauk í
mars á þessu ári. Tildrög hennar
voru áhugi innan Háskóla Islands og
sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs að koma
aftur á fót rannsóknarstarfi á Egilsstöðum.
Þar starfrækti Háskóli Islands rannsóknarsetur
um nokkurra ára skeið en það var lagt
niður árið 2010. Ekki var þó um að ræða
endurreisn setursins sem slíks heldur beindist
áhuginn að tímabundnu rannsóknarverkefni
sem unnið yrði eystra og varðaði austfírskt
samfélag sérstaklega. Úr varð að sett var í
gang rannsókn á samfélagslegum áhrifum
svæðisbundinnar íjölmiðlunar á Austurlandi
áárabilinu 1985-2010.
Val á mér sem rannsakanda hafði veruleg
áhrif á efnisval rannsóknarinnar. Arið
2012 hóf ég doktorsnám í sagnfræði við
Háskóla Islands, en þróun tjáningarfrelsis
og íslenskir flölmiðlar em viðamiklir þættir
í doktorsrannsókn minni. Þó umtalsverður
skyldleiki sé með þessu rannsóknarverkefni
og doktorsrannsókninni er vert að taka fram
að ekki er um sama verkefni að ræða. Þessar
tvær rannsóknir hafa allmarga snertifleti
en eru ólíkar á öðrum sviðum, auk þess
sem doktorsrannsóknin er vitanlega mun
umfangsmeiri.
Þó þessi rannsókn íjalli um svæðisbundna
Jjölmiðlun almennt, hverfist hún þó mest um
austfirska svæðismiðla. Rannsóknin beindist
annars vegar að þremur héraðsfréttablöðum
sem komu út á Austurlandi á árabilinu 1985-
2010, og hins vegar að ljósvakamiðlum á
svæðinu á sama tímabili. Vikublöðin Ai/stri
ogAusturlandhófu útgáfu nokkru fyrir upphaf
þessa tímabils og störfuðu til aldamótanna
2000, en Austurglugginn (sem enn er gefinn
út) hóf göngu sína árið 2002 eftir að hin blöðin
höfðu lagt upp laupana. Ljósvakamiðlarnir
sem um ræðir voru Svæðisútvarp Austurlands
sem starfrækt var frá 1987-2010, Austfírska
sjónvarpsfélagið sem starfaði á ámnum 1988-
1990 og starfsstöð Stöðvar 2 á Austurlandi
sem starfrækt var frá 1990-2001.
Rannsóknarsvæðið er því Austurland og er
áherslan mest á Múlasýslur en lítil á Austur-
Skaftafellssýslu. Fámenni og dreifð byggð á
Austurlandi auk fjarlægðar frá íjölmennustu
byggðasvæðum landsins gerir landshlutann
að áhugaverðu svæði til rannsóknar á áhrifum
svæðisbundinnar íjölmiðlunar og þeim
tækifæmm og vandamálum sem slík starfsemi
53