Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 58
Múlaþing
og er tillaga útvarpsstjóra þess efnis
samþykkt samhljóða. I henni eru lagðar
línur fyrir starfsemina, m.a. að Inga Rósa
verði forstöðu- og dagskrárgerðarmaður og
fái með sér tæknimann og auglýsingafulltrúa
í hlutastörfum. Námskeið verði haldin fyrir
fréttaritara og dagskrárgerðarfólk á svæðinu.
Utsendingar verði á dreifikerfi Rásar 2 og
hraðað verði framkvæmdum við það svo það
nái til alls svæðisins. Utsendingar hefjist að
mánuði liðnum og útvarpað verði tvo daga
í viku í hálftíma í senn (fímmtudaga og
föstudaga frá kl. 18:30 og 19).5
Svæðisútvarp Austurlands hóf starfsemi
sína 19. nóvember 1987. Fyrsti útsendingar-
dagurinn fór á annan veg en ætlað var því vegna
vonskuveðurs komust gestir ekki á staðinn,
hvorki frá nágrannabyggðum né Reykjavík.
I staðinn snerist útsendingin mestmegnis um
veðrið sem geysaði. Má því segja að veðrið
þennan dag hafi undirstrikað mikilvægi
starfseminnar sem þama var verið að koma
á fót, enda eitt af hlutverkum RUV að sinna
öryggishlutverki í samfélaginu með dreifingu
upplýsinga, t.d. í náttúrahamförum. Stofnun
svæðisstöðvanna var ekki aðeins hugsuð til
að styrkja ijölmiðlun og upplýsingastreymi
í fjórðungnum heldur var þeim einnig ætlað
„að styrkja Ríkisútvarpið í sessi í frjálsri
samkeppni.“6 Um starfsemi Svæðisútvarps
Austurlands segir í ársskýrslu Ríkisútvarpsins
fyrir árið 1987: „Frá upphafi var dagskrá
svæðisútvarpsins þannig upp byggð að byrjað
var á fréttum og síðan voru viðtöl við fólk,
gjaman um fréttatengt efni. Auglýsingatímar
voru tveir, strax að loknum fréttalestri og
skömmu fyrir lok útsendingar.“7
Fyrirmyndin að starfsemi Svæðisútvarps
Austurlands var sótt til Svæðisútvarps
5 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 2931. fundur útvarpsráðs, 20. október
1987.
6 Guðjón Friðriksson: Nýjustu fréttir! Saga jjölmiðlunar á íslandi frá
upphafi til vorra daga, Iðunn, Reykjavík 2000, s. 284.
7 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1987, s. 26.
Norðurlands og reynt var að hafa yfirbragð
sem líkast Rás 2. Starfsmenn vom fj órir, allir
í hlutastarfi nema Inga Rósa. Auglýsingaöflun
gekk vel, stundum svo vel að hafna þurfti
auglýsingum því beðið var um meira en
rúmaðist innan tímamarka.
T æpu ári eftir að starfsemi S væðisútvarpsins
hófst var enn eftir að klára dreifikerfið svo
útsendingar næðust um allan fjórðunginn (upp
á vantaði Bakkaijörð, Djúpavog og Homafjörð
auk nokkurra sveitabæja).8 í júlí 1990
stækkaði hlustunarsvæði Svæðisútvarpsins
þegar Hornarijörður bættist við. Þeim sem
náðu útsendingunum fjölgaði þá úr 10 þúsund
í um 13 þúsund.9 Atta ámm síðar var þó ekki
búið að koma útsendingum til alls svæðsins
því enn náðu þær ekki til Bakkafjarðar og
hluta A-Skaftafellssýslu.10
Kröfur um aukna þjónustu
Þrýstingur á bætta þjónustu Ríkisútvarpsins
á Austurlandi hafði verið töluverður í
fjórðungnum um nokkurt skeið áður en
fyrsti starfsmaðurinn var ráðinn árið 1985.
Austfirskir sveitarstjómarmenn höfðu frá
fyrsta áratug útsendinga Sjónvarps barist fyrir
því að það næði sem fyrst til alls fjórðungsins.
Smám saman fékkst aukin útbreiðsla og
skilyrðin bötnuðu. Þá tóku sveitarstjómannenn
að beina sjónum að annarri þjónustu RUV og
voru þeir löngum þeirrar skoðunar að þar
þyrfti að bæta úr. A aðalfundi Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) árið 1982
var samþykkt ályktun þar sem stofnun deildar
RUV á Akureyri var fagnað og stjóm SSA
falið að ræða við yfirstjóm RUV um stofnun
landshlutaútvarps á Austurlandi. Þessari
ályktun var svo fylgt eftir næstu ár. Eftir að
Svæðisútvarpið var tekið til starfa tók SSA
8 Ríkisútvarpið - skjalasafii. 2963. fúndur útvarpsráðs, 12. ágúst
1988.
9 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1988, s. 18.
10 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3393. fúndur útvarpsráðs, 13. október
1998.
56