Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 62
Múlaþing
ánægju með góða fréttaþjónustu Stöðvar 2 á
svæðinu en óánægju með að Sjónvarpið hafi
ekki fastráðinn fréttamann í ijórðungnum.19
Þrýstingi vegna þjónustu Sjónvarpsins við
Austurland er viðhaldið næstu árin og berast
erindi þaraðlútandi ítrekað á borð útvarpsráðs.
Á fundi þess í janúar 1997 spyr Kristjana
Bergsdóttir um uppbyggingu fréttaritarakerfis
Sjónvarpsins innanlands. Hún bendir á að
tækni fleygi fram og sé ekki hindrun lengur
í þessum efnum.20 Á næsta fundi útvarpsráðs,
sem haldinn er í byrjun febrúar 1997 er svo
lagt fram bréf ifá SSA „þar sem þrýst er á um
að ráðinn verði fréttamaður Sjónvarps í fullt
starf á Austurlandi."21
Það voru ekki síst ytri aðstæður sem
þrýstu á um breytingar hjá svæðisstöðvunum
og má sjá endurómun þess í umræðum í
útvarpsráði. I fundargerð frá upphafi árs
1998 segir: „Töluvert var rætt um fréttir
af landsbyggðinni þar sem Sjónvarpið
færi halloka í samkeppninni og lögð væri
áhersla á að gerð yrði gangskör að betri
fréttaþjónustu af landsbyggðinni og samvinna
við svæðisstöðvarnar aukin.“22 Bjarni
Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps,
varði þjónustu RÚV við landsbyggðina og
benti á að fréttamenn gerðu ýmsum málum
af landsbyggðinni skil og nefndi sérstaklega
þætti Ómars Ragnarssonar.
Staða Svæðisútvarpsins innan RUV
Svæðisútvarp Austurlands var starfsstöð
eða deild innan Ríkisútvarpsins. Inga
Rósa Þórðardóttir, fyrsti forstöðumaður
Svæðisútvarpsins (1987-1999), segir
að á sinni tíð hafi það heyrt beint undir
19 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3316. fiindur útvarpsráðs, 14. október
1996.
20 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3327. fundur útvarpsráðs, 27. janúar
1997.
21 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3328. fundur útvarpsráðs, 3. febrúar
1997.
22 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3365. fundur útvarpsráðs, 20. janúar
1998.
framkvæmdastjóra Útvarps. Starfsstöðin
á Austurlandi var sérstök rekstrardeild
innan Ríkisútvarpsins sem var í nánu
samstarfi við fréttastofumar, tæknideildina
og aðrar deildir sem snertu starfsemina.23
Þetta fyrirkomulag virðist hafa haldið sér
í meginatriðum þar til skipulagsbreytingar
voru gerðar á Ríkisútvarpinu árið 2007
þegar það var gert að opinberu hlutafélagi.
Heiður Ósk Helgadóttir og Hjalti Stefáns-
son, myndatöku- og tæknimenn hjá Svæðis-
útvarpinu, segja að fram til áranna 2007-2008
hafí þau upplifað að litið væri á starfsemi
Svæðisútvarpsins sem framlengingu af
höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins og að það
hefði ijölþætt hlutverk. Eftir fféttastjóraskipti
hjá Ríkisútvarpinu árið 2007 og sameiningu
fréttastofa Útvarps og Sjónvarps hafi viðhorfið
hins vegar breyst og upplifunin orðið sú
að litið væri á svæðisútvörpin eingöngu
sem útibú fréttastofunnar.24 Ásgrímur Ingi
Amgrímsson, forstöðumaður Svæðisútvarps
Austurlands þegar það var lagt niður árið
2010 og áður frétta- og dagskrárgerðarmaður,
tekur undir þetta. Hann lýsir þróun stöðu
Svæðisútvarpsins innan Ríkisútvarpsins svo:
Þegar ég hóf störf 2004 heyrðum við
undir yfirmann svæðisútvarpanna
sem var Jóhann Hauksson og starfaði
jafnframt sem stöðvarstjóri á Akureyri.
Seinna tók Sigrún Stefánsdóttir við
þessu hlutverki og bæði höfðu þau
mikinn metnað fyrir svæðisstöðvunum.
Þau voru jafnframt yfirmenn Rásar 2.
Þegar Sigrún hóf störf kom hún inn með
ferskar og nýjar áherslur og vildi leitast
við að samræma störf svæðisstöðvanna
23 Spumingakönnun. Svar: Inga Rósa Þórðardóttir, 29. september
2013.
24 Spumingakönnun. Svar: Heiður Ósk Helgadóttir, 24. september
2013; Hjalti Stefánsson, 30. september 2013.
60