Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 72

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 72
Múlaþing Ég get stoltur sagt að ég hafi aldrei nokkum tímann þurft að hætta við að segja frétt af því að hún var talin koma við kaunin á einhverjum. Ég er jafnframt stoltur af því að upplýsingafulltrúi stórfyrirtækisins Alcoa gerði sér sérstaka ferð til mín meðan ég var forstöðumaður til þess að ræða við mig um hversu neikvæðar fréttir ég hefði gert um fyrirtækið í gegnum tíðina. Upplýsingafulltrúinn gat þó ekki bent á neina rangfærslu í fréttunum en fannst ég ekki nægilega jákvæður í garð fýrirtækisins. Þetta finnst mér ennþá fyndið en mjög umhugsunarvert einnig.65 Þegar spurt er hvort Svæðisútvarpið hafí haft aðrar fféttaáherslur en fréttastofa RÚV í Reykjavík kveða allir nei við. Þær hafi í meginatriðum verið hinar sömu. Helsti munurinn var þó sá að ýmislegt sem þótti fréttnæmt innan svæðis og fékk umijöllun í Svæðisútvarpinu þótti ekki hafa skírskotun á landsvísu. I svörum sínum koma þó margir inn á nálægðina í samfélaginu, en um hana virðast starfsmenn Svæðisútvarpsins hafa verið mjög meðvitaðir en jafnframt samstíga í að láta hana ekki hafa áhrif á nálgun sína á fréttir og dagskrárefni. Líkt og héraðsfréttablöðin þurfti Svæðisútvarpið að takast á við þær hindranir sem fylgdu starfssvæði sem var stórt að flatarmáli og því með miklum vegalengdum. í upphafi reiddu starfsmenn Svæðisútvarpsins sig einkum á símann og starfandi fréttaritara til að afla efinis. Síðan komu faxtækið, intemetið og tölvupósturinn. Um tækniþróunina segir Haraldur Bjamason: „Það var mikil breyting þegar fyrsta faxtækið kom. Skömmu eftir það hættum við að senda spólur suður og fórum að geta sent um ljósleiðara. Það var algjör bylting. Eftir að það var komið gátum við gengið frá öllu sjálf og sent fúllklippt og 65 Spumingakönnun. Svar: Asgrímur Ingi Amgrímsson, 1. október 2013. tilbúið.“ Svæðisútvarp Austurlands var fyrst deilda RÚV til þess að taka stafræna tækni í notkun í klippingu. „Það var mjög snemma, eiginlega á fyrstu ámm Svæðisútvarpsins. Þetta stóð hins vegar í tæknimönnunum í Reykjavík. Við vomm komin með stafrænar upptökur löngu á undan Efstaleitinu. Þá fór maður að klippa sjálfur. Þurfti ekki að vera með tæknimann hangandi yfir sér. Þetta var bæði vinnuspamaður og tímaspamaður.“66 Þessa tækniþróun á Svæðisútvarpinu þakkar Haraldur Ingu Rósu og Guðmundi Steingrímssyni tæknimanni sem bæði höfðu mikinn áhuga á tölvum og tækniþróun í útvarpi.67 Hjalti Stefánsson bendir á að unnið hafi verið ákveðið fmmkvöðlastarf í tæknimálum stofnunarinnar innan Svæðisútvarps Austurlands. „Við vomm fyrst til að samnýta hljóð í útvarpi, sem og að nota tölvuklippingu fyrir útvarp. Það var oft byrjað á slíkum hlutum hérna áður en þeir voru teknir í notkun fyrir sunnan. Þar vom menn að nota segulbönd miklu lengur en við. Það var mjög sniðugt að nota svona litla starfsstöð til að prófa nýjungar og þróa.“68 Starfsemi Svæðisútvarpsins var sveigjanlegri en hjá móðurstofnuninni. Heiður Osk nefnir í því sambandi að á tímabili hafi sú sérstaka staða verið uppi að stafrænu upptökumar að austan, sem sendar vom til RÚV í Reykjavík, vom færðar yfír á segulbönd þar. „Þeir vildu helst ekki taka við hljóðskrám í tölvu og voru tortryggnir alveg þangað til stafræn vinnsla var innleidd í Efstaleitinu.“69 Þegar myndvinnsla hófst fyrir sjónvarpið klippti Hjalti sjálfur myndefnið. Það stytti ferlið við vinnsluna en þá var venjan hjá RÚV í Reykjavík að myndatökumaður 66 Viðtal við Harald Bjamason, 6. nóvember 2013. 67 Spumingakönnun. Svar: Haraldur Bjamason, 30. september 2013. 68 Viðtal við Hjalta Stefánsson, 8. janúar 2014. 69 Viðtal við Heiði Ósk Helgadóttur, 8. janúar 2014. 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.