Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 73
Svæðisútvarp Austurlands 1987-2010
léti fréttamann fá spóluna og hann kæmi
henni svo til klippara. Hjá Svæðisútvarpinu
var myndataka og klipping unnin af sama
starfsmanninum. „Við litum alltaf á okkur
sem ffamlengingu af Efstaleitinu, værum að
gera hlutina á sama hátt og af sömu gæðum
og þar. Oft voram við með meiri gæði.“70
Þó tölvupósturinn og netið hafi aukið
og eflt flæði upplýsinga er greinilegt að
Svæðisútvarpið lagði rækt við samskipti
við heimildarmenn og fréttaritara, meðan
þeir störfuðu. Ný tækni var viðbót en
ruddi eldri leiðum ekki alfarið úr vegi.
Hvatningar til hlustenda í útsendingum ásamt
vettvangsferðum skiptu líka máli.
Fyrstu starfsár Svæðisútvarpsins var mikið
lagt upp úr því að nýta krafta fréttaritara til
efnisöflunar Haft er orð á því í ársskýrslum
RÚV að fréttaritarar á Austurlandi séu
margir og tvívegis er frá því greint að reyndir
fréttamenn úr Reykjavík (Kári Jónasson
fréttastjóri og Sigríður Amadóttir fréttamaður)
hafí farið austur og haldið námskeið fyrir
fréttaritara.71 í ársskýrslu RÚV árið 1992 er
framlag fréttaritara lofað og í ársskýrslunni
1990 er þáttur þeirra tilgreindur sérstaklega og
sagt að tilvist þeirra tryggi að fréttaflutningur
sé „stöðugur og öflugur alls staðar að úr
íjórðungnum.“72
Fréttaritarar voru ekki með formlega
starfslýsingu en þeim var ætlað að vera
í reglulegu sambandi við fréttamenn
Svæðisútvarpsins og flytja fréttir úr sinni
heimabyggð - stundum líka á landsrásimar.
Sérstök námskeið voru haldin fyrir
fréttaritarana á upphafsáram Svæðisútvarpsins
og alúð var lögð í að rækta sambandið,
segir Inga Rósa og bætir við að hún álíti
fréttaritarana hafa verið jafn mikilvæga
föstum starfsmönnum.73 Hlutverk fréttaritara
70 Viðtal við Hjalta Stefánsson, 8. janúar 2014.
71 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1990, s. 18.
72 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1992, s. 24.
73 Spumingakönnun. Svar: Inga Rósa Þórðardóttir, 29. september
2013.
var að fylgjast með og láta vita af fréttnæmum
atburðum, en sumir þeirra höfðu líka
tækjabúnað og tóku viðtöl eða gerðu pistla
og sendu til klippingar og/eða útsendingar.
Þegar frá leið fækkaði fréttariturum, einkum
vegna niðurskurðar. Þróunin varð sú að
um aldamótin voru þeir aðeins í stærstu
þéttbýlisstöðunum og á endanum var einungis
eftir fréttaritari á Homafirði.
Eitt markmið fréttaritarakerfísins var að
ná fréttum og dagskrárefni írá öllu svæðinu
þannig að jafnvægi væri í hvernig því væri
sinnt. Ötulir fréttaritarar gátu þannig komið
efni ffá sínu byggðarlagi að reglulega. Almennt
má sjá af svörum við spurningakönnuninni að
leitast hafi verið við að gæta jafnvægis en það
hafí ekki alltaf verið einfalt, einkum er kom
að fréttum. Jóhann Hauksson segir að leitast
hafi verið við að gera stærstu byggðarlögunum
skil reglulega og skilja engan eftir. Hins vegar
hafí vissulega hallað á strjálbýlustu svæðin.74
Hjalti Stefánsson nefnir að Svæðisútvarpið
hafí stundum verið gagnrýnt fyrir að vera of
Héraðsmiðað og sú gagnrýni hafi jafnan komið
úr Fjarðabyggð. Hjalti segist hafa nokkrum
sinnum tekið saman skiptingu sjónvarpsfrétta
m.t.t. til svæðisskiptingar og niðurstaðan hafí
ávallt verið sú að ágætt jafnvægi var á milli
Héraðs og Fjarða. Fjarlægðir hafí aldrei verið
látnar ráða því hvaða sjónvarpsfréttir vora
gerðar og hverjar ekki.75
Mjög breytilegt var innan tímabilsins
hversu mikil samkeppni Svæðisútvarpsins
um fréttir og dagskrárefni var við aðra
miðla. Margir starfsmenn þess nefna að
starfsstöð Stöðvar 2 á Austurlandi hafí veitt
mikla samkeppni varðandi fréttir meðan
hún starfaði. Hins vegar er misjafnt hvemig
menn líta á samkeppni við héraðsfréttablöðin.
Sumir nefna þau sem samkeppnisaðila en
74 Spumingakönnun. Svar: Jóhann Hauksson, 1. október 2013.
75 Spumingakönnun. Svar: Hjalti Stefánsson, 30. september 2013.
71