Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 77
Elsa Guðný Björgvinsdóttir
„AUt dauðlegt hlýtur að deyja“
Dagbókarskrif um öskufallið 1875
ó gamlar dagbækur innihaldi sjaldan
langar og ýtarlegar lýsingar er þar
þó að finna mikilvæg sjónarhom á
söguna sem ekki er hægt að fínna annars
staðar. Dagbókarfærslur eru persónulegar
og óritskoðaðar lýsingar á því sem efst er á
baugi hjá skrifaranum hverju sinni og slíkar
upplýsingar geta gefið okkur allt annað
sjónarhom en opinberar heimildir sem em
skrifaðar með það að markmiði að verða
lesnar af öðram. I gegnum dagbókarfærslur
komumst við nálægt manneskjunni sjálfri
og getum betur gert okkur grein fyrir hennar
tilfmningum og viðhorfum.
I þessari grein verður með hjálp dagbókar,
leitast við að varpa ljósi á upplifun fólks af
öskufallinu sem kom í kjölfar eldgossins í
Öskju 1875 en óhætt er að segja að þar sé
um að ræða einar mestu náttúruhamfarir
Islandssögunnar. Nokkuð hefur verið
skrifað um öskufallið, aðdraganda þess
og aíleiðingar.1 Áhrifa þess gætti um allt
Austurland en verst úti urðu byggðirnar á
Sjá m.a. grein Agnar Hallgrímssonar Öskjugosið mikla árið
1875 og afleiðingar þess í Múlaþingi nr. 5 1970. Einnig grein
Jóns Pálssonar Um Jökuldal sem birtist í 3. og 5.-9. blaði 5.
árgangs mánaðarritsins Oðins og var endurprentuð í Múlaþingi
nr. 24,1997. Þá er að finna umijöllun um öskufallið í fjórða bindi
ritsafns Guðmundar Jónssonar frá Húsey, Að vestan.
Efra-Jökuldal og Jökuldalsheiði þar sem
öskufallið var mest. Fjöldi fólks neyddist til
að yfirgefa heimili sín og í kjölfarið ijölgaði
mjög í hópi þeirra sem sáu sér þann kost
vænstan að flytjast til Vesturheims.
Hér verður ekki fjallað nákvæmlega um
hamfarirnar sjálfar né afleiðingar þeirra en
þess í stað reynt að varpa ljósi á hvemig
atburðimir blöstu við þeim sem upplifðu þá
frá fyrstu hendi með því að skyggnast í dagbók
sem skrifuð var á Eiríksstöðum á Jökuldal
hinn örlagaríka vetur 1874-1875.
Dagbók Eiríksstaðabræðra
Árið 1989 fann Björn Halldórsson, sonur
Halldórs Pálssonar frá Nesi í Loðmundarfírði,
dagbók í skrifborði föður síns sem þá var
látinn. Bók þessa hafði Halldór fengið lánaða
hjá Jóni Snædal bónda á Eiríksstöðum og
bar bókin þess merki að vera skrifuð þar.2
í fyrstu var talið að bókin væri öll skrifuð
af Gunnlaugi Jónssyni Snædal, föður Jóns
Snædal. Rannsókn Páls Pálssonar á bókinni
2 Þetta kemur fram í óbirtum formála sem Gunnlaugur J. Snædal
yngri, bamabam Gunnlaugs Snædal eldri, ritaði og lét fylgja
með affiti af dagbókinni.
75