Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 82
Múlaþing
heyrðust stöðugar þrumur í útnorðri, og
eldglæringar voru svo ákafar, að birtan
líktist meir tunglsljósi en sólarljósi. Meðan
skíma var, notuðu menn hana til þess að
bjarga þeim skepnum til húsa, sem úti voru;
var það mjög örðugt, því hver skepna var
blinduð af öskusalla og hundar þorðu eigi
út fyrir þrumunum [...] Kl. 8 um morguninn
fór hinn sótsvarti mökkur að færast meir
og meir til suðurs, og birtan fór að því
skapi minnkandi; kl. 8 14 gekk mökkurinn
fyrir sólu, og skall þá á kolsvart myrkur;
þá voru eldingar svo miklar, að nærri var
albjart á milli, en annars var myrkrið svo
svart, að maður sá eigi hvítt pappírsblað í
hendi sinni. Dreif nú ösku niður í ákefð;
var hún stórgerðari en sú, er áður fjell, og
smátt og smátt urðu vikurmolamir stærri,
og síðast urðu þeir hnefastórir. Öskufallið
hætti kl. 12, og var þá öskulagið orðið 6-8
þumlungar. Svo má heita, að ekkert rofaði
til fyr en mökkurinn var alveg genginn
hjá, og svo var hann þykkur, er hann leið
fyrir sólu, að geislar hennar gátu hvergi
stafað gegnum öskujelið [...] Meðan á
öskufallinu stóð, fylgdi því nepjukuldi
og ónáttúmlegur hráslagi; kvað svo rammt
að þessu, að menn, sem vom í allhlýjum
herbergjum, naumlega gátu haldið á sjer
hita. Brennisteinsfýla var mjög sterk og
fannst hún lengi eptir öskufallið; undu allar
skepnur henni illa, einkum hross. Hestar
voru lengi stjómlausir af fælni af öllum
þrumuganginum.7
Þannig rennur marsmánuður 1875 sitt
skeið á enda. Þrátt fyrir erfiðleika og annríki
gefur Gunnlaugur sér áffam tíma til að skrifa
í dagbókina. Yfirskrift næsta mánaðar í dag-
bókinni segir kannski meira en mörg orð um
ástandið á dalnum og viðhorf skrifarans til
framtíðarinnar: „1. apríl Jökuldalur Eiði-
mörk.“
Verkefnin voru ærin. Strax þurfti að
gera ráðstafanir til að koma skepnum burt
af svæðinu og brugðu flestir bændur á það
ráð að flytja búpeninginn í Vopnaijörð og
Jökulsárhlíð en þar féll lítil sem engin aska.
Eins og sjá má á fyrstu færslum maímánaðar
var að ýmsu að hyggja:
3 L norðann Þorsteinn.fór með 100 og
70 norður á fjöll
4 S Stillt veður Skygt kyndunm á
Þorskagerði og búinn
5 Mánudaginn rákum við St og Fúsi 204
útað mel 109 geml
6 Þ vórum við hríðteptir í norðaustann
dimmviðri
7 M Sama rumbann Við fórum með fjeð
í Fos enn Hestana í Bf.
8 F fór ég í Þorbrst Hof Hrafnst var þar
nóttina Sauðirnir
9 F fóru að Burstarf Gjeml í Þorbrandst
102 og 3 hestar
10 L fór jeg norður í Hlíð frá Hofi og Svo
ynni Fos um kvöld
11 S Besta veðr náði heim í kvöld lúinn
og mæddur af lífynu
Af þessari lýsingu má sjá að aðstæðurnar
hafa verið hrikalegar og ekki að undra þó
örvænting hafí gripið um sig í huga bóndans
á Eiríksstöðum þegar hann settist niður til
að skrifa í dagbók sína þegar ósköpin höfðu
dunið yfír.
7 Þorvaldur Thoroddsen, Ódáðahraun: Frásaga um ferðir og
rannsóknir, 69-70.
Aftur leyfir Gunnlaugur tilfinningum sínum
að skína í gegnum skrifin. Hann er búinn að
koma nær öllum búpeningi sínum í burtu,
dalurinn hans sem áður var gjöfúll og grösugur
minnir nú á eyðimörk og enginn veit hvað
framtíðin ber í skauti sér. Ekki er að fúrða þó á
hann sæki þreyta og honum fmnist byrgðamar
þungar sem á hann og samferðamenn hans
em lagðar.
80