Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 86
Múlaþing
Við það varð að sitja, þá var farið, þetta stóð
í sambandi við skipaferðir, hann fékk sér
upplýsingar um þær á Seyðisfírði, og kæmum
við ekki með rjúpuna áður en skipið kom,
var ekki um sölu að tala, eða þá í mesta lagi
fyrir 15 aura.
Einu sinni sem oftar þegar við komum úr
ferð, og áttum að fara aftur á ákveðnum tíma,
snjóaði alltaf í ijöll tímann sem við höfðum
til að veiða, en við fengum dálítið af rjúpu,
en nú var ekki neitt útlit fyrir að hægt væri að
koma henni á markað. Stuttu áður en við áttum
að fara, gerði hlákublota svo það auðnaðist í
byggð, og randar upp eftir fjöllum, en ekkert
útlit fyrir að hægt væri að leggja til Heiðar
með klyfjahesta.
Þá frétti Nikulás að maður úr Seyðisfirði,
Einar Sölvason í Fjarðarseli, hafi komið með
lausan hest uppyfír Heiði og rakið sig eftir
ánni, Vatninu og Vatnshæðum, og Nikulás
hélt að við myndum þá komast með okkar
rjúpur, úr því hefði verið farið með hest yfir.
Við lögðum svo af stað seint á degi í góðu
veðri og þriðji maður með okkur, Asmundur
Jónsson, Grófargerði, ég var í Tunghaga þegar
þessi ferð var farin. Héldum við út Velli sem
leið liggur, en þegar við komum að Höfða
fór að drífa í logni, og ekki álitlegt að leggja
til Heiðarinnar, samt héldum við áfram út í
Egilsstaði, þá var komið fram yfir háttatíma
og allt fólk í svefni, drífan var sú sama og
mokaði niður snjó. Við tókum svo ofan af
hestunum og gáfum þeim, svo fórum við
í fjósið sem var stórt og rúmgott og nægir
heypokar til að sitja á, og leið okkur þar vel
um nóttina. Um morguninn var komið gott
veður, en lognsnjór í miðjan legg yfir allt,
skýjað loft en þoka á fjöllum. Við drukkum
morgunkaffið á Egilsstöðum og lögðum svo
af stað.
Þegar við fórum upp Miðhúsatúnið kom
Sveinn bóndi Amason út á túngarðinn og
spurði hvað við væmm að fara, og sögðum
við honum það. Sveinn var gætinn og hygginn
maður, og sá að það var lítið vit í því að leggja
til Heiðarinnar í þessu útliti, og sagði: „Þú ferð
ekki á Seyðisfjörð í dag Nikulás.“ Nikulás
svarar: „Ætli það verði þó ekki reynt.“ Við
héldum svo áfram til fjalls. Veðrið var milt
og ffostlaust, við höfðum búist við að verða
fljótir upp, gætum við rakið okkur á auðum
röndum, en nú var allt hulið í mjöll og hafði
bólstrað á röndunum. Það hlóð í hófmn svo
hestamir runnu til baka og lentu oft í gamla
snjóinn, og þar voru umbrot. Við vomm afar
lengi að komast upp fjallið, og þegar þangað
kom var hin þyngsta færð, í hné og milli hnés
og kviðar, en ekki umbrot.
Veðrið var milt, þoka með lítilli snjóhreytu,
við héldum svo austur heiðina að Sigurðarmel,
en gekk afar seint. Skammt fýrir austan melinn
fómm við yfir í Vatnshæðir og tókum símann,
bjuggumst þar við betri færð en því miður var
það ekki, en mun betra þó að fylgja símanum.
Nú fór að hvessa og auka snjókomuna, en
áfram var haldið þó seint gengi.
Þegar við þóttumst komnir austur undir
Vatn, fórum við frá símanum til að komast
á vatnið, bjuggumst þar við betri færð
undanhallt út úr hæðunum niður að vatninu,
en nú sáum við ekkert frá okkur. Við rákumst
þar á lítinn melkoll upp úr snjónum, nú var
dagur þrotinn, allir hestar uppgefnir, kominn
blindbylur og Nikulás fárveikur. Eg fleygði
yfirfrakkanum mínum ofan á hann, svo tókum
við ofan af hestunum og hlóðum skjólgarð úr
burðinum sem voru kassar. Þá var nú að hugsa
um hestana, að hressa þá, en veðurofsinn var
svo mikill að heyið fauk jafnóðum og maður
lét það á fönnina. Ég tók það ráð að ganga með
heytuggu á milli þeirra og láta þá bíta í, ég sá
þá að þeir hresstust furðu fljótt. Og nú þurfti
að hugsa um veika manninn, því ættum við að
berast fyrir þama þurfti það mikilla umbóta
við, en þegar ég fór að athuga um hann,
sprettur hann upp og segir: „Við drepumst allir
ef við verðum hér í nótt.“ Tekur einn hestinn
og teymir á undan og skipar okkur að koma
84