Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 87
Úr minningabrotum Vigfúsar Jónssonar
Seyðisfjörður að vetrarlagi. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands, safn Einars Vilhjálmssonar.
með hina á eftir, og héldum við svo norður
aftur til baka, burðinn skildum við eftir. Nú
var á móti að sækja og í miklum hríðarbyl, en
góður leiðarvísir síminn norður hæðirnar, en
svo fór hann dálítið austur frá símanum en við
vorum um morguninn, svo við komum nú fyrir
austan Sigurðarmel á heiðarveginn og urðu
talsverð átök fyrir okkur að finna þar vörðu.
Eftir það gekk okkur sæmilega að komast af
Heiðinni þó veðrið væri vont.
Þegar kom niður fyrir Fardagafoss dró
mikið úr veðurofsanum, en samt var nú bylur.
Við náðum fólki á fótum á Miðhúsum og
Sveinn bóndi tók hið besta á móti okkur, en
hestana gat hann ekki hýst, við urðum að
gefa þeim úti framundir baðstofunni í skjóli
við veðrið. Við fengum rúm til að sofa í um
nóttina og leið vel.
Morguninn eftir var komið sæmilegt veður
en kalt, og var þá aftur lagt af stað, en nú
höfðum við lausa hestana austur á Miðheiði,
burðurinn var rétt norðan við vatnið, miðja
vegu milli vegs og hæða, og gekk nú allt
greiðara en daginn áður. Þegar burðurinn var
kominn á hestana var hin þyngsta færð alla
leið ofan fyrir Efri-Staf. Við vorum 11 tíma
til Seyðisfjarðar. Daginn eftir vorum við um
kjurt á Seyðisfírði og þá var bylrytja. Næsta
dag fórum við uppeftir og vorum 8 tíma í
Miðhús, höfðum not af slóðinni þó hún væri
full. Mig minnir að ég fengi 30 krónur fyrir
rjúpumar sem ég var með í þessari ferð, það
var ekki alltaf mikið uppúr rjúpnaveiðunum
að hafa. Eitt sinn sem oftar þegar ráðgerð
hafði verið ferð, gekk ég um morguninn áður
inn í Sandfell, kom svo í Arnkelsgerði um
kvöldið. Þegar ég fór heim til að tala nánar
um ferðalagið, þá var Nikulás farinn, hafði
eitthvað heyrt að rjúpan myndi vera fallin í
verði, en allir Framvellingar áttu mikið af
rjúpu. Tunglsljós var og hjamfæri yfír allt,
ég gerði nábúanum orð að við skyldum fara
þá um kvöldið.
Var svo lagt af stað og komið á Seyðisfjörð
um fyrstu fótaferð, og ég held að ég hafí
verið búinn að leggja inn rjúpur mínar þegar
Nikulás kom á fætur, hann mun hafa komið
ofan um miðnætti. Við hittumst svo, en ég
85