Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 88

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 88
Múlaþing var heldur stuttur í spuna, hann spurði hvort ég yrði ekki tilbúinn um kvöldið, en ég gaf lítið út á það. Það var vani okkar Nikulásar að vera alltaf tilbúnir að kvöldi svo við gætum tekið daginn snemma, og eins gerði ég í þetta sinni. Ásmundur Jónsson var með mér og gistum við báðir á sama stað, allt var tilbúið að leggja af stað að morgni, og hinir félagamir voru tilbúnir að mesta leyti. Um morguninn snemma var bankað á húsið þar sem ég svaf, og spurt hvort Vigfús frá Tunghaga sé þar og jánka ég því. Þetta var Nikulás, hann spyr hvort ég sé ekki tilbúinn, ég segi jú og hann biður mig að koma straks, það sé að ganga í ófært veður, ég segi að félagarnir séu ekki tilbúnir, en klæði mig straks og fer út, þá er blíðu veður, frostlaust en dálítil þokubönd í Bjólfmum. Eg býð Nikulási góðan daginn, og segi að ekki sé nú veðrið amarlegt, hann byður mig nú umfram allt að koma straks, mig varði ekkert um hina, mér þótti þetta mjög merkilegt, veðrið svona gott, bylur datt mér ekki í hug. í hópi félaga minna var duglegur ferða- maður, ég held jafnoki Nikulásar, og fór aldrei svo yfír Fjarðarheiði á vetrardegi að hann hefði ekki kompás, og kunni að brúka hann. Var þetta sá eini maður sem ég þekkti sem fór yfír Heiðina sem hafði þennan sið, maðurinn var Þórður Eiríksson, nú bóndi á Ulfsstöðum á Völlum. Ég vissi að þeir voru tilbúnir nema einn maður, og ég vissi að það myndi ekki dragast lengi að þeir færu af stað, svo ég segi við Nikulás að ég sjái nú ekki ástæðu til að menn þurfi að hópa sig saman núna, svo ég geti nú gert honum það til þægðar að fara straks. Við látum svo upp þessir 3, Ásmundur var með okkur, og förum. Þegar við komum inn fyrir Fjarðarsel gerði á okkur skúr, svo við blotnuðum töluvert. Okkur bar fljótt yfír, því það var hjarnfæri, við fórum í Stafakverk, en þegar við komum upp kom norðan blindbylur með hörkufrosti á móti okkur og við stóðum Sveinn Arnason og kona hans Guðný Einarsdóttir. Þau bjuggu lengst af á Eyvindará en voru ábúendur á Miðhúsum þegar þessar ferðir voru farnar. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. eins og staurar fyrst af því við blotnuðum svo mikið niðri í dalnum. Nú var ekkert annað en keyra hestana áfram uppá líf eða dauða, og það tókst nú vel, en þetta var versta veður sem ég fékk á Fjarðarheiði öll þau ár sem ég fór yfir hana. Félagar okkar fengu veðrið á sig á milli Stafa. Þeir höfðu bundið upp á hesta seinláta mannsins og fóm með þá, en hann fór að sækja plaggapoka þangað sem hann hafði gist og að fá sér kaffí. Hann sneri við í Neðri-Staf, sem betur fer, ásamt fleiri mönnum, en ekki úr okkar hópi, en Þórður spjaraði sig vel yfír heiðina ásamt þeim sem honum fylgdu. 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.