Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 90
Múlaþing
Það leit ekki út fyrr að þeir hefðu nein
launmál að ræða, því þeir töluðu svo hátt að ég
heyrði gjörla hvert orð. Nikulás átti ógoldna
skuld við prest, og vill nú borga honum
skuldina. Prestur færðist undan
og kvað ekkert liggja á þessari
greiðslu og nú taki hann alls
ekki við peningum af honum.
Nikulás bað hann þá að koma
heim til sín þegar hann færi til
baka og taka við greiðslunni.
Prestur lofar engu um það, kvað
hinsvegar ekki líklegt að hann
kæmi við hjá honum í þeirri
ferð, en bætir svo við: „En þegar
ég þarf á peningum að halda,
er gott að taka gjald hjá þér
Nikulás minn.“ Nikulás leggur
þá enn meir að honum að koma
og gista hjá sér á heimleiðinn
og prestur svarar: „Ekki veit ég
það Nikulás minn, en ég kem.“
Segir nú ekki af ferðum prests fyrr en á
heimleið íjórða október. Kemur hann þá seint
um kvöld að Ketilsstöðum á Völlum. I för með
honum var maður frá Vopnafirði, Olafúr að
nafni að auknefni þögli. Var hann oft á ferð
fyrir verslun Örum og Wulf á Vopnafírði, og
var oft með hesta til sölu.
Prestur var hestamaður og hafði gaman
af að reyna hesta. Ekki vildi hann dvelja
á Ketilsstöðum, þótt honum væri boðið.
Þegar þeir fara, fer hann á einum af hestum
Vopnfírðingsins og reið á undan.
Dimmt var í lofti og auð jörð því hláka
hafði komið í millitíð og ekkert sást. Ólafur
reið nú allt hvað af tók á eftir presti en þegar
hann er kominn inn fyrir Eyjólfsstaði og heflir
ekki fundið prest snýr hann
til baka út í Ketilsstaði til að
fá hjálp og veit að nú er ekki
allt með felldu. Það er strax
brugðið við og farið að leita,
og sent inn í Arnkelsgerði
eftir Nikulási, en líkið fannst
ekki fyrr en um morguninn að
farið var að birta. Hesturinn
hafði tekið skakka götu, farið
fram og ofan að Grímsá, götu
sem liggur til Vallaness, og
þar fannst líkið skammt frá
vaðinu.
Þessa sömu nótt dreymir
Eyjólf bónda í Tunghaga að
maður kemur á glugga og spyr
eftir honum. Finnst honum að
Jóhanna dóttir sín taki undir við manninn og
segja að hann sé ekki heima, en spyr hvort
hann vilji ekki vera í nótt. Maðurinn neitar
því en segir: „Eyjólfþarf ég að finna.“ Fannst
Eyjólfi þetta vera séra Páll. Daginn eftir kom
Nikulás að fá borð hjá Eyjólfi í kistuna.
Nikulás í Amkelsgerði tók síðan Svein, son
séra Páls, og ól hann upp sem hans eigin
sonur væri.
Séra Páll Pálsson í Þingmúla.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
Séra Páll fæddist í Hörgsdal í Vestur-Skaftafellssýslu þann 4. október 1836. Hann tók
guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1860 og gerðist 1961 aðstoðarprestur föður síns að
Prestbakka. Næstu árin gegndi hann embætti við ýmsar kirkjur í Skaftafellssýslum en þjónaði
frá árinu 1881 til dauðadags, Hallormsstað og Þingmúla. Áður en hann tók guðfræðipróf
hafði hann farið utan og kynnt sér kennslu málleysingja og hélt frá 1865 til æviloka úti
skóla fyrir fólk sem átti við þá fötlun að stríða. Páll sat á Alþingi fyrir V. Skaftafellssýslu
á ámnum 1869-1874 og fyrir A. Skaftafellssýslu frá 1874-1880. Páll dmkknaði i Grímsá
á Völlum á fimmtugasta og Ijórða afmælisdegi sínum þann ljórða október 1890.