Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 91

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 91
Ritfregnir Loðmundarfj örður Minningar, myndir, sögur & ljóð Höfundur: Anna Kristín Magnúsdóttir. Útgefandi: Anna Kristín Magnúsdóttir, Eiðum, 2011. Hönnun ogprentun: Héraðsprent, Egilsstöðum. (180 bls.) Loðmundarfjörður er sérkennileg bók, a.m.k. á austfirskan mælikvarða. Þetta er myndabók, með myndum úr Loðmundarfirði, aðallega af náttúrunni, jafnt því stóra sem smáa, því fátt er nú orðið sýnilegra mannvirkja í þessum fírði, þar sem ekki hefur verið föst búseta í hálfa öld. Langflestar myndir hefur Anna Kristín tekið, ásamt Evu Sædísi, bróðurdóttur sinni, árin 2009-10, og til þess fór hún „pílagrímsferð" úr Seyðisfírði yfír Hjálmárdalsheiði, sem hún hafði þá ekki farið í 40 ár. „Eg ferðaðist ein á hestunum, með hundinn minn, og markmiðið með ferðinni var að afla mynda og efnis í bókina, og upplifa gamlar minningar á heiðinni. Eg var í sæluvímu alla leiðina, svo frábærlega leið mér. I einveru minni og nálægð við náttúruna barst mér margt undarlegt fyrir sjónir, og mér fannst ég skynja stórkostlega fegurðina og ijölbreytileikann í umhverfínu á nýjan hátt, ásamt dulúð og hlýju.“ Myndimar tala sínu þögla máli um fegurðina. Aðeins helstu fjöll em nafngreind, og nokkrir sögustaðir og blóm, en oft em þær aðeins nefndar eftir hughrifum höfundar. Áhersla er greinilega á listrænt gildi myndanna, sumar eru ekki vel skýrar og jafnvel teknar í þoku eins og tilhlýðilegt er á Austíjörðum. Þá eru í bókinni fáein málverk höfundar úr Loðmundarfírði. Textinn er aðallega gamlar þjóðsögur og sagnir, sem flestar eru endursagðar af Evu Hjálmarsdóttur rithöfundi frá Stakkahlíð, auk stutts formála og eftirmála höfundar, og kvæðis eftir Sólveigu Björnsdóttur í Laufási. Þessir stuttu textar hafa allir verið þýddir á þrjú tungumál: ensku, sænsku og þýsku, og gefúr það bókinni fjölþjóðlegt gildi. Þess má geta að nokkrir erlendir listamenn og fúrðufuglar hafa leitað að sjálfum sér í einveru Loðmundarfjarðar, sbr. t.d. Gletting 1 (2), 1991. Hönnun bókarinnar er með ágætum, þó að sumsstaðar fínnist mér vanta skil milli mynda á sömu síðu eða opnu, svo þær renna of mikið saman og trufla hver aðra. Anna Kristín ólst upp í Stakkahlíð, er síðastur bæja fór í eyði 1967, þegar foreldrar hennar, Sigríður Ásta Stefánsdóttir frá Stakkahlíð og Magnús Sigurðsson frá Miðhúsum á Héraði fluttu á Seyðisijörð, aðallega vegna erfíðra samgangna og lítilla möguleika á skólagöngu yngri systkina. 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.