Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 92
Múlaþing
„Við vorum síðasta fjölskyldan til að yfirgefa fjörðinn, þar sem bæirnir höfðu farið í eyði
einn af öðrum á undangengnum árum.“ (Kristinn á Sævarenda þraukaði einn til 1973.)
Anna Kristín segist hafa fengið hugmyndina að bókinni eftir fráfall bróður síns, Sigurðar
Reynis Magnússonar, sem lést aðeins 56 ára gamall árið 2009. „Með henni vil ég einnig
minnast foreldra minna og forfeðra, sem bjuggu í Stakkahlíð allt frá árinu 1842.“ Stefán
Baldvinsson afi hennar bjó í Stakkahlíð frá 1913 til dauðadags 1964, alkunnur góðbóndi
og fræðimaður, af Skíða-Gunnarsætt eins og Hallormsstaðafólk o.fl. á Héraði. Titilmynd
bókarinnar er af vörðu sem Sigurður Reynir hlóð í Stakkahlíð brottfararárið 1967, og bókin
er gefin út í minningu hans.
Það hlýtur að vera sérstæð tilfmning að koma í heimasveit sína gjöreydda af mannfólki.
Mér fmnst bók Önnu Kristínar túlka vel þá umhyggju og eftirsjá sem því tengist. Vonandi
kemur að því að þessi fagra, gróðurríka og búsældarlega sveit byggist að nýju, þar hefjist
nýtt landnám, og kannski getur þessi fallega myndabók stuðlað að því.
Anna á heima á bóndabýlinu á Eiðum og hefur aðallega selt bókina sjálf, en auk þess
hefúr hún verið til sölu í Húsi handanna á Egilsstöðum. Hagnað af sölu bókarinnar hefur hún
gefið til tækjakaupa á Landsspítalanum.
Helgi Hallgrímsson.
Skriðdæla
Byggðasaga, ábúendatal og ýmis fróðleikur
Höfundar: Hrólfur Kristbjörnsson og Jón Hrólfsson.
Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík (áður áAkureyri), 2013.
Ritstjórar: Jóna Björg Jónsdóttir, Helga Pálsdóttir og Elín
Sigríður Arnórsdóttir.
Prentun: Oddi, Reykjavík.
Það er fágætt að manni berist í hendur bók um heilar sveitir eða hreppa á Héraði. Ég
minnist aðeins Fellamannabókar 1991, sem ég var nokkuð við riðinn. Hins vegar hafa
ýmsir Austfirðir eignast sínar sögubækur á undanfömum áram, og á Mjóiijörður þar
metið, með bókum Vilhjálms frá Brekku. Útkoma Skriðdælu er því stóratburður. Fyrr á tímum
voru sveitir eða hreppar mjög samstæðar félagslegar einingar, iðulega nokkuð einangraðar
hver frá annarri, þó ekki skildu fjöll eða fljót þar á milli. Því á hver sveit sína sögu, sem er
á ýmsan hátt sérstæð og frábrugðin sögu nærsveita. Síðan hreppar fóru að sameinast lendir
saga þeirra oft í glatkistuna.
Að baki þessarar bókar er mikil hrakningasaga aðalhöfundar hennar, Ilrólfs bónda á
Hallbjarnarstöðum í Skriðdal. Hrólfur fæddist 1884 á Haugi í Flóa á Suðurlandi, en var af
eyfirskum og skaftfellskum ættum. Hann flæktist síðan með bláfátækum foreldrum sínum milli
bæja í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, og lenti á fjórða ári með móður sinni austur
90