Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 96

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 96
Múlaþing þar til hann var dæmdur í útlegð austur á land rúmlega fertugur að aldri. Nánar verður komið að ástæðum útlegðarinnar og veru Jóns á Austurlandi síðar, en á 33 blaðsíðum tekst Einari ljómandi vel að varpa ljósi á uppvaxtarár Jóns og hvemig hann með gáfum sínum, athygli og forvitni sogaði í sig ffóðleik úr ýmsum áttum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. I næsta kafla eru fjórar greinar sem allar fjalla á einn eða annan hátt um álfatrú Islendinga á tímum Jóns lærða. Auk rússneska fræðimannsins Leonid Korablev sem skrifar um kynningu á Jóni lærða í Rússlandi og Áma Bergmanns sem fjallar um rit um Jón lærða og hugmyndir Rússa um ísland er ágæt grein eftir Helga Hallgrímsson um Álfarit Jóns lærða. Þar fjallar Helgi á vandaðan hátt um þann kafla í riti Jóns, Tíðfordríf, sem ber titilinn „Álfheimar eður undirheimar1' og er í bókinni í beinu framhaldi af grein Helga. Þar er á ferðinni fróðlegasta lesning um álfa og huldufólk og tilurð þess kyns. Brot úr Alfariti Jóns lærða hafa birst í þjóðsagnasöfnum og vilja margir meina að Jón lærði hafi verið fyrsti þjóðsagnaskrásetjari Islendinga. Ekki verður lagt mat á það hér en ritið er að mínu mati ein mikilvægasta samtímaheimild um álfatrú íslendinga á 17. öld. Hjaltastaðakirkja og Jón lærði er yfirskrift þriðja kaflans. Þar ber hæst ítarlega grein Hjörleifs Stefánssonar um kirkjur á Hjaltastað í gegnum tíðina. Mjög fróðleg grein sem höfúndur byggir m.a. á visitasíubókum biskupa. Auk greinar Hjörleifs eru undir þessum kafla grein eftir Guðmund Rafn Sigurðsson um kirkjugarðinn á Hjaltastað og tvær greinar um afdrif Maríulíkneskis og afdrif kirkjuskreytinga Jóns lærða eftir Lilju Ámadóttur og Hjörleif Guttormsson. Hjörleifúr Guttormsson á einnig tvær greinar í næsta hluta bókarinnar sem fjallar um hvalveiðar baska og málþing sem haldin hafa verið um Jón lærða. Báðar mjög vandaðar og fróðlegar, en dálítið þungar aflestrar á köflum. Ásdís Thoroddsen á þriðju greinina sem nefnist „Á eintali við Jón lærða“. Þar fléttar höfúndur eigin skrif saman við erindi úr Fjölmóð'x. Það er listilega vel gert þannig að úr verður skemmtileg og lifandi frásögn um leið og skilningur lesandans, bæði á kvæði Jóns og hans sjónarhom á Spánverjavígin eykst til muna. Spánverjavígin vom mikill örlagavaldur í lífí Jóns, en fertugur að aldri kemst hann upp á kant við yfirvöld, þvældist um tíma um Vesturland þar til hann er að lokum dæmdur í útlegð til Austurlands m.a. vegna stuðnings við basknesku hvalfangarana. Á sama tíma og fom kunnátta Jóns var íslenskum höfðingjum mörgum þymir í augum þá vakti hún um leið eftirtekt þeirra mektarmanna sem aðhylltust fommenntastefnuna sem borist hafði sunnan úr Evrópu. Slikir menn leituðu gjarnan til Jóns þrátt fyrir orðsporið og margir þeirra gerðust stuðningsmenn hans og velgjörðarmenn. Jón lærði í skáldskap og þjóðsögum er yfirskrift næsta hluta bókarinnar. Þar er byrjað á því að fjalla um Ijóðasmiðinn Jón lærða. í formála að þeim kafla fer ritstjóri yfir helstu útgáfur á kveðskap Jóns og þar á eftir eru birt brot úr nokkrum af hans helstu kvæðum, s.s. Armannsrímum, Tíðfordríf og Fjandafœlu eða Snjájjallavísum hinum fyrri sem er fyrsta varðveitta og tímasetta kvæði Jóns frá 1611. Á sama hátt er birt brot af þj óðsögum frá Jóni lærða og munnmæli um hann. Jón var öðmm ötulli að skrásetja hverskyns þjóðfræðaefni og tjallaði m.a. um fornan átrúnað og sagnaminni í skrifum sínum. Margt af því efni rataði inn í þjóðsagnasöfn á síðari hluta 19. aldar og allt til okkar daga. Þær þjóðsögur úr safni Jóns sem birtar em í bókinni era sumar að birtast í fyrsta sinn á prenti. Má þar nefna frásögn um búsetu Jóns á Krossnesi og vopnfirsk þjóðsaga um dvöl Jóns í Bjamarey. 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.