Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 97
Ritfregnir
Á eftir þessari umijöllun um kveðskap og þjóðsögur Jóns er skemmtileg grein eftir
rithöfundinn Sjón. Höfundur skrifar þar um bók sína Rökkurbýsnir sem er einskonar
skáldævisaga Jóns lærða og tilurð hennar. Þar kemur hann m.a. inn á neikvæðni Jóns út
í lúthersku kirkjuna og eigin samtíma og setur það á athyglisverðan hátt í samhengi við
spillingu og græðgisvæðingu nútímans. Jóni þótti illt hvemig kjömm fátækra hrakaði til
muna eftir siðaskiptin, ómagar sem áður höfðu átt athvarf í klaustmm og á kirkjustöðum áttu
nú hvergi höfði sínu að halla. Á sama hátt blöskrar Sjón stjórnlaus neyslumenning nútímans
sem hann verður vitni að dag hvem þar sem hann situr við skrif Rökkurbýsna við glugga
Þjóðarbókhlöðunnar. Hann lýsirþví hvemig þessi neikvæðni og reiði út í spillingu samtímans
hafi orðið til þess að hann náði loks til persónu Jóns og skyldi hann betur en ella.
„Það hafði orðið einskonar siðrof í samfélaginu. Og þetta í rauninni gaf mér kraft í skrifin,
að geta barmað mér og kvartað og þusað með Jóni yfir þessu öllu saman.“ (ísporJóns lærða,
272.) Á hljómdiski sem fýlgir bókinni er kafli úr fýrirlestri höfundar um tilurð Rökkurbýsna
þar sem hann lýsir skrifum sínum og sambandi sínu við Jón enn betur.
Á eftir grein Sjóns er grein sem Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar um bók finnska
rithöfundarins Tapio Koivukari Ariasman, frásaga af hvalföngurum sem nýverið kom út í
íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar. Sú saga byggir á útgeflnni frásögn Jóns lærða um
Spánverjavígin og rímum Séra Olafs Jónssonar frá Söndum í Dýrafirði en er sett fram sem
skáldsaga.
Lokagreinar bókarinnar eru tvær áhugaverðar yfirlitsgreinar, annarsvegar grein Guðmundar
M.H. Beck um afkomendur Jóns lærða á Austurlandi og hinsvegar Yfirlit um ritstörf Jóns
Guðmundssonar lærða eftir Einar G. Pétursson. Grein Guðmundar er niðjatal Jóns og Sigríðar
konu hans, að mestu ritað eftir austfirskum kirkjubókum og manntölum. Grein Einars byggir
að mestu á kafla í riti hans Eddurit Jóns lærða sem kom út árið 1998 þar sem höfundur segir
frá þeim handritum sem varðveita helstu verk Jóns.
Eins og fyrr segir þá er hér á ferðinni mjög vönduð bók og ítarlega fjallað um mörg atriði
í lífi þessa merkilega manns. Á hljómdiski sem fylgir með bókinni er þáttur frá málþinginu
í Hjaltalundi 10. ágúst 2008 auk kafla úr fyrirlestri Sjón um tilurð Rökkurbýsna sem fluttur
var í fyrirlestraröðinni Hvemig bók til 3. nóvember 2011. Á diskinum er ennfremur Sönn
frásaga - þrjú brot úr leikriti eftir Ásdísi Thorddsen, leikþáttur byggður á samnefndu riti Jóns
lærða um hvalveiðar Baska á Ströndum.
Á heiidina litið er bókin mjög vönduð og greinamar ljölbreyttar þar sem ýmsir sérfræðingar
fjalla um Jón lærða eða efni tengt honum út frá sínu sviði. Helst má finna bókinni það til
lasts að sumar greinar hennar era heldur fræðilegar og þurrar aflestrar. Auk þess er nokkuð
um endurtekningar án þess að það hafi angrað þá sem þetta skrifar. Hinsvegar em margar
greinanna skrifaðar á mjög lipru máli án þess að glata fræðagildi sínu og ættu því að geta
höfðað bæði til fræðimanna og hins venjulega lesanda. Annað sem mér persónulega fannst
aðeins ábótavant við bókina var „kvenlegt sjónarhorn". Af 16 greinarhöfundum em aðeins
4 konur. Hugsanlega höfðar Jón lærði ekki til kvenna sem er vissulega miður, ekki síst þar
sem konur eru fjölmennar innan hans helsta fræðasviðs, þjóðfræðinnar. Eins hefði ég gjarnan
viljað vita meira um Sigríði konu Jóns sem fylgdi honum í blíðu og stríðu. Þar er þó eflaust
við karllægni sögunnar að sakast enda eru konur þessa tíma nánast ósýnilegar í sögunni.
Lokaorð: Vandað verk eins og annað sem frá Hjörleifí kemur. Glæsileg bók um merkilegan
mann. Mæli hiklaust með henni.
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir.
95