Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 99

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 99
Ólöf Bjarnadóttir Margrét Pétursdóttir Anna Pétursdóttir Vestdal við fráfall Sveins föður Péturs. Þar bjuggu þau til vorsins 1878. En þá brugðu þau búi og ætluðu vestur um haf til Ameríku. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Skipið sem þau ætluðu með kom ekki og þau urðu þá að koma sér fyrir aftur. Keyptu þau þá hús á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisíjörð, sem um það leyti voru að byggjast, og settust þar að. Veturinn eftir, 1880, missti Ólöf mann sinn. Tvær dætur áttu þau, Margréti (1865-1944) og Önnu (1871-1936) og einn son er Sveinn (1863) hét en hann dó á fermingaraldri. Margrét giftist síðar Jóni Bergssyni, prests ffá Vallanesi, hinum ágætasta manni. En Anna giftist Asmundi Gíslasyni, prófasti að Hálsi í Fnjóskadal. Hús það er þau Ólöf keyptu á Eyrunum var lengi nefnt Ólafarhús. Það þótti fengur ungum og gömlum á Suðurbyggðinni, þegar þetta nýja og gestrisna heimili reis þama á mölinni eins og þá var kallað. Við fráfall manns síns brá Ólöf til þess ráðs, sem þá var sjaldgæft og einsdæmi um konu, að hún réðist í að stunda útgerð sér til viðurhalds. Var hún með fyrstu mönnum og allra fyrsta kona hér um slóðir sem hugsaði sér að lifa einvörðungu af sjávarúthaldi. Réði hún til sín sjómenn af Suðurlandi á einn bát, en að öðra leyti annaðist hún sjálf, ásamt dætram sínum og fósturdóttur, Ingibjörgu Sigmundsdóttur (1868-1918) um aðgerð á aflanum og verkun á fiskinum. Auk þess hafði hún í húsum sínum eina eða tvær færeyskar bátshafnir og fékk hlut eftir þær eins og þá var siður. Var atorku og ráðdeild Ólafar viðbrugðið við þessa umsýslu, enda mun starf þeirra mæðgna hafa borið prýðilegan árangur. Þessa atvinnu stundaði Ólöf í 8 ár eða til ársins 1888, að hún brá búi og fluttist til Margrétar dóttur sinnar sem þá var nýlega gift Jóni, en hann var þá fJamkvæmdastjóri Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs sem þá var nýlega stofnað á Seyðisfírði. Með þeim dvaldist hún síðan og fluttist með þeim að Egilsstöðum á Völlum. Það vekur aðdáun og lotningu að sjá svo háaldraða konu sem Ólöf varð, standa teinrétta og hvíta fyrir hærum, sviphreina og svipmikla á hlaðinu á Egilsstöðum, því stórstaðarlega heimili. Svo vel bar Ólöf staf og hækju, að ég mundi ekki hvort hún bar hvort tveggja þegar ég skrifaði línumar hér á undan. Ég man alltaf að Ólöf sagði einhverju sinni er nokkrar ungar stúlkur vora staddar hjá henni sem oftar, þegar hún bjó á Eyranum, var þeim tíðrætt um að gaman væri að eiga falleg föt og þar fram eftir götunum og barst talið að nærfatnaði. Ólöf lagði lítið til mála en sagði þó að það væri sjálfsagt að eiga til skiptanna og svo gæti verið nógu gott að eiga þrjár skyrtur, þegar óþurrkar væra. Svo væri þá hægt að grípa til þeirrar þriðju og gefa einhverjum sem kynni að þurfa hennar með. Þessu hef ég aldrei gleymt og datt mér í hug að þetta mundi lýsa konunni nokkuð. Inn ígreinina hefur verið bœttfæðingar- og dánarárum og eru upplýsingarnar sóttar í Islendingabók. Ritstj. 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.