Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 101

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 101
Halldór Vilhjálmsson Verðug verkalaun Um tilurð fyrstu verkalýðsfélaganna á Austurlandi að er að mörgu leyti athyglisvert hve öflug pólitísk vakning varð með Islendingum á seinni hluta 19. aldar; ákveðin vitundarvakning gerði þá loks vart við sig eftir nær 300 ára langt doðadá íslenskrar þjóðar meðan landinu var „stjómað“ frá Kaupmannahöfn og hag landsmanna hnignaði nánast ár frá ári. Segja má að hér hafi um aldir ríkt samfellt úrræðaleysi, viðtekið framtaksleysi kynslóð eftir kynslóð samfara sárri fátækt alls almennings; hvers kyns nytsamlegar verklegar nýjungar í Evrópulöndum fóru með öllu fyrir ofan garð og neðan hér á landi og nýttust ekki til hliðstæðrar uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi eins og raunin varð í öðrum löndum álfunnar. Hér sat svo til allt á hakanum í verklegum efnum: Hér var vegleysi, hafnleysi, húsakostur lítill og hrörlegur, aðbúnaður fólks almennt ærið hraklegur og annað eftir því í landshögum. Einangrun landsins var og næstum algjör á þeim öldum. Um ástand þjóðarinnar um 1850 lét skáldið Jónas Hallgrímsson þau orð falla, að Islendingar væru hnípin þjóð í vanda; hann og hans samtíðarmenn sumir fundu sárt til umkomuleysis þjóðarinnar og frumbýlingsháttar eftir aldalanga búsetu í landinu. Vakning alls almennings til umhugsunar og skilnings á landshögum og á raunverulegum hag sínum var síðar til komin vegna áhrifa frá undangengnum frelsishreyfíngum í Evrópu og Norður- Ameríku og hélst sú vakning í hendur við mun örari myndun þéttbýlis hér á landi um og upp úr 1850 heldur en verið hafði fram að þeim tíma. A Austurlandi var um miðbik 19. aldar aðeins löggiltur verslunarstaður á Djúpavogi, því kaupstaðarréttindi Eskiljarðar (ffá 1786) höfðu verið afnumin með lagaboði árið 1836 og þótti sú ráðstöfun ekki boða neitt gott fyrir fjórðunginn. En um 1848 tekur nýtt þéttbýli að myndast á Seyðisfírði, sá staður vex síðan hröðum skrefum á næstu áratugum eða allt fram til 1930. Þar voru allmikil umsvif í verslun og útflutningi, þar bauðst atvinna og þangað fluttist ungt fólk úr nærsveitum og raunar víða að af landinu. Seyðisfjörður fékk full kaupstaðarréttindi þegar árið 1895 og varð þar með orðinn sérstakt stjórnsýsluumdæmi, aðskilið frá Norður-Múlasýslu, og var um árabil mikill verslunar- og útflutningsstaður, bær framfara, nýjunga ýmis konar í tækni og verklegum efnum og brátt með nokkuð fjölbreytta 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.