Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 101
Halldór Vilhjálmsson
Verðug verkalaun
Um tilurð fyrstu verkalýðsfélaganna á Austurlandi
að er að mörgu leyti athyglisvert
hve öflug pólitísk vakning varð með
Islendingum á seinni hluta 19. aldar;
ákveðin vitundarvakning gerði þá loks vart við
sig eftir nær 300 ára langt doðadá íslenskrar
þjóðar meðan landinu var „stjómað“ frá
Kaupmannahöfn og hag landsmanna hnignaði
nánast ár frá ári.
Segja má að hér hafi um aldir ríkt samfellt
úrræðaleysi, viðtekið framtaksleysi kynslóð
eftir kynslóð samfara sárri fátækt alls
almennings; hvers kyns nytsamlegar verklegar
nýjungar í Evrópulöndum fóru með öllu fyrir
ofan garð og neðan hér á landi og nýttust
ekki til hliðstæðrar uppbyggingar í íslensku
þjóðfélagi eins og raunin varð í öðrum löndum
álfunnar. Hér sat svo til allt á hakanum í
verklegum efnum: Hér var vegleysi, hafnleysi,
húsakostur lítill og hrörlegur, aðbúnaður fólks
almennt ærið hraklegur og annað eftir því
í landshögum. Einangrun landsins var og
næstum algjör á þeim öldum.
Um ástand þjóðarinnar um 1850 lét
skáldið Jónas Hallgrímsson þau orð falla,
að Islendingar væru hnípin þjóð í vanda;
hann og hans samtíðarmenn sumir fundu
sárt til umkomuleysis þjóðarinnar og
frumbýlingsháttar eftir aldalanga búsetu
í landinu. Vakning alls almennings til
umhugsunar og skilnings á landshögum
og á raunverulegum hag sínum var síðar
til komin vegna áhrifa frá undangengnum
frelsishreyfíngum í Evrópu og Norður-
Ameríku og hélst sú vakning í hendur við
mun örari myndun þéttbýlis hér á landi um
og upp úr 1850 heldur en verið hafði fram
að þeim tíma.
A Austurlandi var um miðbik 19. aldar
aðeins löggiltur verslunarstaður á Djúpavogi,
því kaupstaðarréttindi Eskiljarðar (ffá 1786)
höfðu verið afnumin með lagaboði árið 1836
og þótti sú ráðstöfun ekki boða neitt gott fyrir
fjórðunginn. En um 1848 tekur nýtt þéttbýli
að myndast á Seyðisfírði, sá staður vex síðan
hröðum skrefum á næstu áratugum eða allt
fram til 1930. Þar voru allmikil umsvif í
verslun og útflutningi, þar bauðst atvinna og
þangað fluttist ungt fólk úr nærsveitum og
raunar víða að af landinu.
Seyðisfjörður fékk full kaupstaðarréttindi
þegar árið 1895 og varð þar með orðinn
sérstakt stjórnsýsluumdæmi, aðskilið frá
Norður-Múlasýslu, og var um árabil mikill
verslunar- og útflutningsstaður, bær framfara,
nýjunga ýmis konar í tækni og verklegum
efnum og brátt með nokkuð fjölbreytta
99