Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 103
Verðug verkalaun
Sjómenn við vinnu sína. Eigandi myndar: Ljósmyndasafns Austurlands. (Úr safns Einars Vilhjálmssonar.)
hafði brátt í för með sér mjög mikið verðfall
á íslenskum afurðum og útflutningsvörum,
olli víðtæku atvinnuleysi í landinu og í
kjölfarið varð fátækt enn útbreiddari meðal
alls almennings.
A verstu kreppuárunum 1928-1933
snarlækkuðu daglaun verkamanna um land
allt, því fólk mátti þá þakka fyrir að fá
yfirleitt einhverja vinnu og menn voru í engri
aðstöðu til að beita sér fyrir mannsæmandi
vinnulaunum.
Daglaunamenn sátu þannig árum saman
fastir í fátæktargildru; menn urðu jafnvel
að taka upp einhvers konar sveitabúskap í
smáum stíl inni í þorpum og kaupstöðum
til að draga fram lífið á þeim efnahagslegu
þrengingarárum: mjólkurkýr, jarmandi sauðfé,
gaggandi hænsn og gæsir voru þá víða að
húsabaki í kaupstöðum landsins og efnaminni
bæjarbúar höfðu þó þannig altént nokkurn
veginn til hnífs og skeiðar.
Eftir 1935 tók athafnalíf í landinu hins
vegar heldur að glæðast á ný, spurn eftir
vinnuafli jókst á þéttbýlisstöðum og var
einkum um að ræða vinnslu fiskafurða. Á
Seyðisfirði glæddist á þessum árum nokkuð
saltfiskútflutningur til Spánar, Portúgals
og Ítalíu og karlar jafnt og konur áttu að
sumarlagi nokkuð vísa vinnu við beitningu,
saltfískverkun, við frágang og pökkun á
fiski til útflutnings; sú vinna entist nokkuð
fram eftir hausti en minna var um vinnu um
vetrarmánuðina.
Allt var það sem bauðst fremur erfíð og
kalsasöm vinna við fískverkun, hafnarvinna
og byggingarvinna, vinnutíminn langur og
kaupgjaldið ofurlágt - og þá sérstaklega
tímakaup verkakvenna sem aðallega unnu við
fiskverkun, því konur fengu helmingi lægri
laun heldur en karlar, jafnvel þótt þær ynnu
sömu eða mjög svipaða erfíðisvinnu og þeir.
Verkakonur á Seyðisfírði vildu ekki una
þessu óréttlæti til langframa, kvörtuðu við
stjóm verkamannafélagsins Fram og báðu um
atbeina félagsins til að ná fram leiðréttingu
á launakjörum kvenna. Fram sinnti hins
vegar lítt eða ekkert þessum umkvörtunum
101