Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 108

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 108
Múlaþing er enginn Guð.“ Heyrðist Hallgrími að hér væri verið að glettast við sig og hugði bónda þegjandi þörfina, hélt nefhilega að búið væri í bænum. Ræðst til inngöngu, en fínnur allt tómt og öll rúm auð. Ætlar svo út aftur en fmnur þá engar dyr, yrkir þá kvæði sem nú er gleymt. Kemst þó loks út en finnur konu sína í yfirliði, stekkur á hana vatni, en fmnst um leið eitthvað liðast við eyra sér. Þegar hún raknar úr rotinu segir hún að eldglæringar hafi komið út úr bænum á undan honum og harðneitar að fara inn í þetta draugabæli. Verða þau nú að hrökklast af stað þótt seint sé og moldbylur. Sækist Hallgrími seint að láta upp á hestana því að alltaf er tafið fyrir honum og tekið jafn óðum niður af hestunum aftur. Loks er út fyrir túngarð kom hættu hinir huldu féndur og komust hjónin klukkan ijögur um nóttu til byggða. Búskapur föður míns Foreldrar mínir fluttu árið 1894 af Fljótsdalshéraði. Faðir minn var alinn upp í Skriðdal, en móðir mín á Völlum í S-Múl. Fluttu þau norður í Vopnafjörð að Egilsstöðum. Keypti faðir minn jörðina fyrir 3.200 kr. sem var geypiverð í þá daga. Bjó hann þar til ársins 1921 og var allan búskapartímann að borga jörðina. Var hann allslaus er hann hóf búskap, enda yngstur 13 bama og hafði verið fyrirvinna ekkjunnar móður sinnar, og menntað sig á Möðruvöllum. En þau vom afar dugleg og bratust áfram með dæmalausu harðfengi. Fátæktin mikil en alltafþó bjargast, þótt tæpt væri oft. Eitt það fyrsta sem ég man eftir mér var að faðir minn kom raunamæddur heirn úr kaupstað og sagðist ekki sjá önnur ráð en að fara að leita til hreppsins, ef bömin ættu ekki að líða skort. Man ég hve þau voru særð yfir þessu svo mikill sem metnaður þeirra var að bjarga sér. Þau ættstór og litu nokkuð stórt á sig. En aldrei þurfti samt til hreppsins að leita, það bjargaðist af með Guðs hjálp, því að ekki vantaði þau traustið á forsjónina og ekki voru húslestramir vanræktir. Hjálpaði mikið að faðir minn var alls staðar vinsæll og mikls virtur af kaupmönnunum. Hann orti í veislum og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom nærri. Regla hans var að eiga eigi margar skepnur en fóðra þær vel, urðu þau þó knöpp með hey harða veturinn 1910. En þá var það heitstrengt að láta slíkt eigi henda oftar. Svo sárt tók þeim til skepnanna. Sumarið eftir var heyskapur sóttur með óskaplegu harðfengi. Móðir mín fór ofan síðla nætur, eldaði matinn og reið svo af stað með matinn fyrir framan sig, en mig sem var yngstur bræðranna fyrir aftan sig og var komin á engjar um dagmál. Faðir minn var seigur enda seiglast áfram jafnt og þétt og áhlaupalaust. Þó var hann harðger til vinnu og sláttumaður með afbrigðum góður, sló t.d. eitt sinn nærri tvær dagsláttur á sléttri grand á einum degi. Hann var íhaldssamur í búskap og lítt fyrir breytingar gefínn. Þó var svo komið árið 1916 að bærinn var kominn að falli. Byggði hann þá og á næsta ári steinhús á jörðinni, kjallara og tvær hæðir, 12x16 álnir. Þetta var fyrsta steinhúsið í Vopnafirði. Heima á Egilsstöðum Þá vík ég fram fyrir mig aftur að Egilsstöðum sem foreldrar mínir keyptu og eru undir svokölluðu Fjöllum í Vopnafirði. I dalnum sem liggur inn frá Vopnafirði. Annars klofnar ijörðurinn í tvennt og ganga Vesturár- og Selárdalir upp frá hinum klofningnum, Nýpsfírði. En Vopnatjörðurinn er samt þessir þrír samliggjandi dalir. Fjöllin sem bærinn stendur undir era Smjörfjöllin, þau eru há og hrikaleg. Yst er röð hárra hamra sem standa þráðbeint upp, innar koma skörð í þau efst og niður úr þeim djúp og ægileg gljúfragil, en á milli skarðanna gnæfa háir hamrabrattir tindar. Heitir sá mesti Strákatindur. Sögn segir að þar hafí eitt sinn tveir strákar komist upp 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.