Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 108
Múlaþing
er enginn Guð.“ Heyrðist Hallgrími að hér
væri verið að glettast við sig og hugði bónda
þegjandi þörfina, hélt nefhilega að búið væri
í bænum. Ræðst til inngöngu, en fínnur allt
tómt og öll rúm auð. Ætlar svo út aftur en
fmnur þá engar dyr, yrkir þá kvæði sem nú er
gleymt. Kemst þó loks út en finnur konu sína í
yfirliði, stekkur á hana vatni, en fmnst um leið
eitthvað liðast við eyra sér. Þegar hún raknar
úr rotinu segir hún að eldglæringar hafi komið
út úr bænum á undan honum og harðneitar að
fara inn í þetta draugabæli. Verða þau nú að
hrökklast af stað þótt seint sé og moldbylur.
Sækist Hallgrími seint að láta upp á hestana
því að alltaf er tafið fyrir honum og tekið
jafn óðum niður af hestunum aftur. Loks er
út fyrir túngarð kom hættu hinir huldu féndur
og komust hjónin klukkan ijögur um nóttu
til byggða.
Búskapur föður míns
Foreldrar mínir fluttu árið 1894 af
Fljótsdalshéraði. Faðir minn var alinn upp
í Skriðdal, en móðir mín á Völlum í S-Múl.
Fluttu þau norður í Vopnafjörð að Egilsstöðum.
Keypti faðir minn jörðina fyrir 3.200 kr. sem
var geypiverð í þá daga. Bjó hann þar til
ársins 1921 og var allan búskapartímann
að borga jörðina. Var hann allslaus er hann
hóf búskap, enda yngstur 13 bama og hafði
verið fyrirvinna ekkjunnar móður sinnar, og
menntað sig á Möðruvöllum. En þau vom
afar dugleg og bratust áfram með dæmalausu
harðfengi. Fátæktin mikil en alltafþó bjargast,
þótt tæpt væri oft.
Eitt það fyrsta sem ég man eftir mér var
að faðir minn kom raunamæddur heirn úr
kaupstað og sagðist ekki sjá önnur ráð en að
fara að leita til hreppsins, ef bömin ættu ekki
að líða skort. Man ég hve þau voru særð yfir
þessu svo mikill sem metnaður þeirra var að
bjarga sér. Þau ættstór og litu nokkuð stórt
á sig. En aldrei þurfti samt til hreppsins að
leita, það bjargaðist af með Guðs hjálp, því að
ekki vantaði þau traustið á forsjónina og ekki
voru húslestramir vanræktir. Hjálpaði mikið
að faðir minn var alls staðar vinsæll og mikls
virtur af kaupmönnunum. Hann orti í veislum
og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann
kom nærri. Regla hans var að eiga eigi margar
skepnur en fóðra þær vel, urðu þau þó knöpp
með hey harða veturinn 1910. En þá var það
heitstrengt að láta slíkt eigi henda oftar. Svo
sárt tók þeim til skepnanna. Sumarið eftir var
heyskapur sóttur með óskaplegu harðfengi.
Móðir mín fór ofan síðla nætur, eldaði
matinn og reið svo af stað með matinn fyrir
framan sig, en mig sem var yngstur bræðranna
fyrir aftan sig og var komin á engjar um
dagmál.
Faðir minn var seigur enda seiglast
áfram jafnt og þétt og áhlaupalaust. Þó var
hann harðger til vinnu og sláttumaður með
afbrigðum góður, sló t.d. eitt sinn nærri
tvær dagsláttur á sléttri grand á einum degi.
Hann var íhaldssamur í búskap og lítt fyrir
breytingar gefínn. Þó var svo komið árið 1916
að bærinn var kominn að falli. Byggði hann
þá og á næsta ári steinhús á jörðinni, kjallara
og tvær hæðir, 12x16 álnir. Þetta var fyrsta
steinhúsið í Vopnafirði.
Heima á Egilsstöðum
Þá vík ég fram fyrir mig aftur að Egilsstöðum
sem foreldrar mínir keyptu og eru undir
svokölluðu Fjöllum í Vopnafirði. I dalnum
sem liggur inn frá Vopnafirði. Annars klofnar
ijörðurinn í tvennt og ganga Vesturár- og
Selárdalir upp frá hinum klofningnum,
Nýpsfírði. En Vopnatjörðurinn er samt þessir
þrír samliggjandi dalir. Fjöllin sem bærinn
stendur undir era Smjörfjöllin, þau eru há og
hrikaleg. Yst er röð hárra hamra sem standa
þráðbeint upp, innar koma skörð í þau efst
og niður úr þeim djúp og ægileg gljúfragil,
en á milli skarðanna gnæfa háir hamrabrattir
tindar. Heitir sá mesti Strákatindur. Sögn segir
að þar hafí eitt sinn tveir strákar komist upp
106