Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 112
Múlaþing
Baðstofulífíð
Eg ólst upp í fjósbaðstofu. Þær voru þá sums
staðar á Austurlandi. Kýrnar voru á neðri
hæð en fólkið á loftinu fyrir ofan. Þær voru
hlýjar og viðfeldnar og þama hafði maður
náið félag við skepnumar, því oft voru þama
lömb, hrútar og hestar einnig.
Fjóslyktin þótti mér góð og oft var
fjósið athvarf, þar var leikið í myrkrinu og
sagðar sögur. Þar strauk maður og klappaði
skepnunum á vetrarkvöldum. Þar lærði ég
talsvert í kveri og biblíusögum og þá lá ég
í básnum fyrir ofan einhverja kúna. Ég var
16 ára þegar baðstofan var rifín 1916 og ég
saknaði hennar afskaplega. Til þess aldurs
hafði mér aldrei orðið misdægurt og bræður
mínir kenndu sér þar heldur ekki meins. Við
fengum ekki svo mikið sem kvef. Enda sagði
Ingólfur Gíslason, læknir að í kúahlandinu
væri ammoníak sem dræpi allar bakteríur.
Bæði þama og í baðstofúnni var oft gaman
að vera. A vetrarkvöldvökunni vom oft lesnar
sögur og rætt um þjóðleg fræði, ættir manna
og málefni, voru foreldrar mínir ræðnir og
einkum ef gestir komu. Þama laukst upp fýrir
mér heimur ævintýra og sagna. Ævintýrin
byrjuðu: Einu sinni var, kóngur og drottning
í ríki sínu, karl og kerling í koti sínu. Karl
átti son en kóngur átti dóttur og þá var að ná
í kóngsdótturina og það því fremur sem hún
var ekki í álögum og í trölla höndum. Þetta
hafði slík áhrif á mig, kóngsdóttirin sem ég
vildi ná í var menntunin, þjónustan við allt hið
góða og fagra. En þetta var í álögum villtra
tíma og spillingar.
I gömlu baðstofunni lærði ég mín guðlegu
fræði, kvæði og íslendingasögur við ljós í lágu
hreysi í 30 ára gamalli baðstofú sem lak og
hrikti í. En maður var sæll. Því að innra brann
glóð hugsjóna og vonar, því allir vom kynntir
sem yljuðu vel. Þegar svo voraði og sumraði
skreið maður út og þá kunni maður að meta
sólina og vorið með sinn blessaða lífgaða
varma og maður gladdist óumræðilega við
að sjá vöxt jurtanna og gróðurinn á grænum
teignum. Þá var að vinna af kappi.
Sauðburðurinn
Sú var reglan að passa vel ærnar um
sauðburðinn, halda þeim saman og vakta þær.
Því að víðáttan var svo mikil að ógerlegt hefði
verið að fást við þetta án þess að halda ánum
saman. En þetta kostaði mikið erfiði, því oft
var féð margt alls yfír bæinn. Daglega þurfti
maður að smala, ganga með hættunum, sem
margar em í landareigninni. Og oft kom það
fyrir að maður varð að fara dauðþreyttur eftir
vakt og labb dagsins, undir nóttina fram um
fjöll og fírnindi til að leita að ám, sem höfðu
hlaupið til heiðar. Faðir minn vildi vita um
hverja á sem átti að fara að bera. Hann vildi
hjálpa þeim og það var reglan að láta ánum í
té Ijósmóðurþjónustu.
Það var þungt að fara að heiman að
kvöldlagi syfjaður og þreyttur með þrá til
beddans og rangla fram um allar heiðar.
Stundum settist maður þá niður og sofnaði
og þá var koddi minn steinn, maður sofnaði
undir miskunnarvæng Guðs úti í náttúrunni.
Hve mjúkt er í ljósgrænni laut, sönglaði ég þá
oft er ég vaknaði aftur. En þetta var nú allt til
blessunar að lifa við árin mennta og hugsjóna
á vetrum en vinna á sumrin. Þannig ófst saman
í uppeldinu draumur og dáð og þetta var gott
uppeldi. Ennþá leggur inn í hug mér yl frá
bemsku, glóðum og dáðum.
Mannýgu nautin og Jón Eyjólfsson
Snemma í bemsku var ég viðkvæmur fýrir því
sem átti bágt. Ein af fýrstu minningum mínum
var um seinasta förumanninn þar eystra er
hét Jón Eyjólfsson. Kom hann ofit og var
ég að reyna að túlka mál hans, þótti honum
vænt um mig. Jón var ákaflega hræddur við
nautin sem vanalega voru mannýg. Gengu
þau á Egilsstaðaafrétt á sumrin, fyrir innan
gjá í afréttinum og var hlaðið í gjána á milli
klettanna. En stundum komu nautin heim,
110