Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 115
Æskuminningar
Vil ég geta þess að ég
var sóttur þennan dag til að
koma í boði faktorsins til að
fá góðgerðir, það stóð aldrei
á slíku, þótti mér fínt þar inni,
slík fegurð hélt ég að ekki væri
til í þessum heimi.
Gísli Helgason og Jónína Hildur Benediktsdóttir með synina Hallgrím,
Helga ogBenedikt. Sigurðurer ekkifœddur. Eigandimyndar:Ljósmyndasafn
Austurlands.
Heimilishestarnir
Þá er eitt af því sem mér
er kært frá bernskunni og
það eru hestarnir. Einn hét
Tvistur, 54 þumlungar á hæð
og þreklegur að sama skapi,
var þetta hreinasta metfé að
viti og kröftum. T.d. rataði
klárinn betur en nokkur maður.
Faðir minn var nú enginn
aukvisi að rata, t.d. ekki þegar
hann fór eitt sinn með Jónas
Kristjánsson lækni í öskubyl
norður yfir Smjörvatnsheiði
til veikrar konu í Vopnafirði.
Þá var heitið á föður minn
því mannslífí til bjargar. En
samt skall eitt sinn svo vondur
öskubylur á hann er hann var
að koma úr kaupstað, með
Tvist fyrir æki, að honum
þótti ráðlegra að láta Tvist
heldur ráða, setti því tauminn
upp og fór sjálfur á sleðann.
Nú var Tvistur orðinn herra ferðarinnar og
nógu vitur til að fara heim til sín, heldur en
bera beinin. Hann skilaði sér þráðbeint að
hesthúsdyrunum.
Þegar síminn var lagður 1906-1907 komst
Tvistur heldur en ekki í kynni við staurana
og rúllumar. Ymist var faðir minn með hann
eða hann var lánaður öðmm. I einu slíku láni
á Smjörvatnsheiði undir vírrúllur, gafst einn
hesturinn upp. Karlamir vissu um afl Tvists og
lögðu, þótt skömm sé frá að segja, baggana af
uppgefna klámum á Tvist í viðbót, nefnilega
400 pund alls. En klárinn skilaði sér með þetta
eins og ekki neitt. Tvistur var fæddur 1886 en
felldur 1915, hann varð því 29 ára gamall, var
hann þó enn vel tenntur, fóðraðist ágætlega og
lék sér í haga. Hefði hann getað lifað lengur,
en það þótti eigi ráðlegt.
Þá er mér Blesi minnisstæður, hann var
eins og hver vildi hafa hann, Það mátti ná
honum hvar sem var og var hann þá oft
gripinn í haga til að smala á. Eg reið honum
í slíkum tilfellum oft beislislausum, klárinn
virtist skilja svo vel hvað maður vildi, að
113