Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 116

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 116
Múlaþing hugur manns var honum nægilegt beisli. Náungunum þótti því gott að grípa til Blesa, þegar þeir þurftu yfir ámar í þessu 80-fljóta héraði. Það var og em nefnilega óskráð lög í Vopnaflrði að hver maður getur tekið hest náungans til að ríða yfír ár, án þess að spyrja húsbóndann leyfis. Sama ættu Þingeyringar að gera, þegar þeir þurfa yfir Sandaá. Eitt af því, sem ég hafði gaman af var að sundríða, enda var það siður þar. Auðvitað þurfti maður að hafa góðan hest. Þá var best að fara í einhvem hylinn þar sem lygnast var. Talið var að hættuminna væri að sundríða á góðum hestum í góðum hyljum heldur en að þræða straumhörð brot, rétt ofan við hylji. Margir hafa þannig lent í ár, en ég veit fá dæmi um slys af sundreiðum. I þessu sambandi má nefna það að snemma hafði ég gaman af vatnsföllum, enda var nóg af þeim, sum vom straumhörð og grýtt eins og Þverá. Tíu ára gamall lenti ég í ána Kvíslá, utan við bæinn, ég var að vaða hana kolmórauða, mig bar nokkuð niður eftir, en loks skilaði straumurinn mér á land heilu og höldnu. Eitt sinn síðar óð ég Þverá mórauða, tók hún mér í mitti, mátti ég aldrei líta á vatnið, því þá flaug ég í svima, langt upp eftir ánni. Eg leit því til himins. En ekki komst ég til baka aftur og varða að vera á næsta bæ þar til áin minnkaði. Lagt í Hofsá Fljótt fór mig að langa að vaða stærri ámar, Hofsá sjálfa. Eg hafði heyrt sögu af karlinum, sem óð hana upp í eyru. Svo hafði einn bræðra minna ásamt öðrum pilti vaðið hana að vordegi í talsverðum vexti, er þeir komu frá að vera vikuna úti á Vopnafírði til fermingar undirbúnings. Þótti þetta ganga undri næst og hugsuðu allir um þetta með hryllingi, hvemig strákamir höfðu vaðið ána. Lagði ég því í ána eitt sinn að sumarlagi, árið sem ég fermdist að runnin var úr henni mesti vöxturinn, en þó mikil. Ég óð af stað, lengi var hún tæplega í klyftir, en svo tók að dýpka, mér var afar erfitt að snúa við og vora góð ráð dýr. Ég fór úr skónum, þ.e.a.s. potaði þeim af mér niðri í vatninu og lét ána hirða þá. Sokkamir vora ekki eins hálir. Nú setti ég í mig kjark, mjakaði mér áfram og gróf hvom fót um leið og ég tók hann upp til stigs áfram ofan í botnmölina og skorðaði hann. Þetta mátti ég til því að straumur var mikill. Komst ég þannig yfír, en var afar lengi, en dýpst var áin tæpt í mitti. En ekki hafði ég löngun til að vaða til baka, heldur tók ég hest náungans yfír ána til baka. Oft er það gott sem gamlir kveða Þá vil ég nefna ein áhrif sem ég varð fyrir í æsku. Föðurbróðir minn hét Einar Helgason, efnabóndi og hreppsnefndarmaður í Teigi. Hann dó á 83. ári. Hann kom oft til okkar og reið á Brún sínum, fór hann jafnan hægt og var hugsi. Einar var sú sannasta mynd íhaldsseminnar sem ég hefí þekkt. Þótti okkur frændum hans gaman að spjalla við hann. Þetta ráldleysi, (ráðaleysi) þessi hraflmenntun, þessir bönvaðir flysjungar, vora orðtök Einars. Honum varð því tíðrætt um ráldleysi manna og sagði okkur ífá því, þegar t.d. þessi eða hinn hefði keypt ónýta titju (veigalítið hross) á uppsprengdu verði eða horrollur í fardögum fyrir vitlaust verð, eða þessi flysjungurinn hefði nú fengið sér ný föt, hatt og flibba, eða þessi dama nýjan kjól eða einn hefði keypt jörð, eignalaus og ráldlaus,(ráðalaus) bara til að fara á sveitina. Honum gramdist, hve menn eyddu öllu og þegar ungir menn virtust ekkert hugsa um að safna áður en þeir byrjuðu búskap. Svo fjasaði hann um verslunarskuldimar, ætli fólk geti ekki verið án þessa og þessa. Hvemig gerir þessi það? Hann er í hangandi skuldum. Sérstaklega man ég þegar hann kom eitt sinn á stríðsáranum með þær fréttir að nú væri landið komið í botnlausar skuldir. Það era víst einar 3 til 4 milljónir, miklir bölvaðir (ráð) 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.