Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 118
Múlaþing
hátíð andans jötna stórþjóðar og talaði um
tryggð við andann, þá tók hann efnið heima
frá Vopnafirði þegar ungt fólk gengur úti
í víðáttunni á tunglskinsbjörtu kveldi, yfir
svell, holt og hæðir.
Fólkið í Vopnafirði er gott fólk, opinskátt,
gestrisið hjálpfúst, hreint, en skapmikið.
Vopnfirðingurinn er mótaður af andlegleik
náttúrunnar þar. Blíðu hennar og fegurð
annars vegar en hrikaleik hennar og styrkleika
hins vegar. Þeir eru ekkert fastir í hégómlegum
kenningum og skoðunum, en þeir eru sterkir
hvað snertir hinn raunverulega sannleik og
verðmæti. Þeir elska kirkjur sínar um alla
hluti fremur. I flestra sálum eru þær björgin
ofan við bæina. Þeir geta verið drungalegir
og alvarlegir eins og hinir dimmu fjallaskútar.
Þeir geta verið kvíðafullir og bugaðir eins og
báran sem brotin verður þar við hólmann og
skerin framan við kaupstaðinn. En þeir geta
líka verið glaðir, eins og þegar sólin skín
og ljómar upp hina fögru byggð í heiðríkju
sunnanvindanna.
Að lokum segi ég þetta. Meira en í
öllum skólum hefí ég lært af því að lifa
þar úti í náttúrunni, uppi á ijallaheiðum í
blómskreyttum skjólhvömmum, í bylgju-
þungum vatnsfollum, í hamrabeltum. Kær
er mér Fagurhóllinn fyrir ofan bæinn, þessi
bratti en þó blóm- og lynggróni gnúpur með
leynidölum og drögum uppi. En langkærust þó
Krammabríkin þessi óbifanlegi þrítugi klettur.
Þar hefi ég séð sýnir: Bjarg kristindómsins og
sannleikans stendur fast.
Hrafnar halda þing í berginu, reyna að
pota klóm sínum í það og skemma það. Þeir
hafa ekki vit á því hvaða sannleika styrkleiki
bergsins getur prédikað þeim, nei þeir halda
ráðstefnur, sem enga þýðingu hafa og kranka
í sannleika, sannleika, réttlæti, réttlæti, en
skeyta ekki því, að bergbúinn getur sagt
þeim sannleikann um hið varanlega, eilífa
og sanna sannleikann um að tilveran hvílir
á bergi guðdómleikans og því getum við átt
frið og öryggi.
Olán mannsins er það að þeir vilja ekki
byggja hús sín á bjargi, heldur flögra þeir
á vængjum villtra hugsjóna og blekkinga
og era stöðugt að hrapa svo að ótal lík sjást
undir þeim hömrum, eyðilagðar þjóðir og
einstaklingar. Og það er hættulegt að ætla sér
að koma að bergi lífsins, brattri hlið þess, frá
skökkum stað. Þá er fótfesta örðug og þess
vegna varpast líka margir í burtu frá því, missa
von sína og trú, af þeim ástæðum, þá grípa
þeir óyndisúræðið, heiðnabergið. Jafna það
við jörðu, þá eram við uppi, já en þá eru það
aðeins rústir. Einstaklings takmarkið er að
gjöra líf sitt að bjargi, samkvæmt fyrirmynd
tilverannar sjálfrar. En svo koma hrafnamir
og rífa í það, menn reyna að eyðileggja
hvers annars berg og líf. Og svo gengur
eyðingaraldan yfír, öll berg skulu jafnast við
jörðu, hvort sem er kirkja eða aldagömul
verðmæti önnur. Allt sem aldir hafa þurft til
að byggja, skal að engu gjört. Hvar má nú líta
nokkurt bjarg, sem eigi hefur verið skemmt
á þann hátt?
116