Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 120
Múlaþing sveitarfélögum á starfssvæði safnsins og stofnunum í þeirra eigu. Fljótlega eftir stofnun var einnig farið að taka á móti ljósmyndum og einkaskjölum, t.d. bréfasöfnum og dagbókum einstaklinga, skjölum félaga og fyrirtækja. Minjasafn Austurlands (stofnað 1943) og Safnastofnun Austurlands voru einnig búin að viða að sér ljósmyndum. Þegar elsta aðfangabók, merkt Ljósmyndasafni Austurlands sérstaklega, er skoðuð kemur í ljós að Helgi Gíslason frá Helgafelli afhenti ýmsar myndir til Héraðsskjalasafns árið 1977. Eru það væntanlega fyrstu ljósmyndimar sem voru afhentar til safnsins. I sömu bók kemur fram að ýmsar myndir í eigu Minjasjafns Austurlands (t.d. með safnmarki MA 87/1975) em færðar yfir á Ljósmyndasafn Austurlands (safnmark LA 1983/1 o.s.frv.). Samkvæmt þessu hefur ljósmyndasafnið fyrst fengið formlegt nafn sem Ljósmyndasafn Austurlands árið 1983.3 Árið 1984 gera Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands og Safnastofnun Austurlands drög að samningi um að „Myndasöfnin verða sameinuð og varðveitt í einu lagi, fyrst um sinn í skjalasafninu þangað til leysast húsnæðismál minjasafnsins. Þegar það verður taka stjómir safnanna og SAL sameiginlega ákvörðun um geymslustað.“4 Samningur þessi átti að taka gildi við undirskrift formanna allra þriggja stjóma safnanna en staðfestur samningur hefur ekki fundist. Hins vegar er ljóst að myndasöfnin hafa verið sameinuð um þessar mundir eins og kemur fram í ofangreindri aðfangabók og þeim hefur ekki verið skipt upp aftur. Fjölbreytt myndasöfn Heildarfjöldi mynda í eigu Ljósmyndasafns Austurlands er um 80 þúsund og sífellt bætist við safnið, bæði á pappír og á stafrænu formi. Myndum á ljósmyndavefnum á því eftir að ijölga enn frekar eftir því sem fjármagn fæst í verkefnið. í elsta hluta Ljósmyndasafnsins em um 14 þúsund pappírsmyndir frá ýmsum tímum og stöðum. Má þar nefna mannamyndir (einstaklings-, fjölskyldu eða hópmyndir), myndir af byggðarlögum, einstökum bæjum eða húsum, náttúm, atvinnuháttum, menningarviðburðum og skólastarfi. Meirihluti myndanna er geymdur í sýrafríum umslögum til að þær varðveitist sem best en stærri myndir s.s. skólaspjöld eru í öskjum eða römmum. Upplýsingar um myndimar hafa verið skráðar í gagnagmnn en aðeins hluti þeirra er orðinn aðgengilegur á ljósmyndavefnum. Auk þess á safnið nokkuð af óskráðum og óþekkúim myndum og póstkortum. Merkustu ljósmyndimar í safninu eru svonefnd visit-kort, smámyndir í stærðinni 9x6 cm sem eru límdar á karton. Létu menn taka af sér slíka mynd á ljósmyndastofu, jafnvel í nokkrum eintökum, sem var afhent eða send til vina og vandamanna sem nokkurs konar nafnspjald. Önnur stærð ljósmynda sem náði einhverri útbreiðslu við myndatökur á 19. öld og langt fram á 20. öld vom kabinet-myndir sem eru nokkuð stærri eða 14x12 cm.5 Myndirnar em flestar komnar til safiisins frá einstaklingum, jafnvel úr dánarbúum, eða í gegnum Minjasafn Austurlands sem afhendir Ljósmyndasafninu þær myndir sem þangað berast með öðmm gripum. Margar þessara mynda era merkileg heimild um sögu og mannlíf á Austurlandi og er því mikilvægt að taka stafrænar eftirtökur af þessum pappírsljósmyndum sem eru margar hverjar gamlar og illa farnar. 3 Ljósmyndasafn Austurlands (LA) Aðfangabók. [1983-1984]. 4 Samningur (drög). [1984]. 5 Inga Lára Baldvinsdóttir. 2001. Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945. Þjóðminjasafn íslands, s. 18. 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.