Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 123
Ljósmyndasafn Austurlands opnar ljósmyndavef
Anna Ingólfsdóttir
í safni Önnu Ingólfsdóttur eru rúmlega 4 þúsund myndir sem hún tók í störfum sínum fyrir
Morgunblaðið á Austurlandi.
Emelía Blöndal
Emelíu Blöndal (f. 1897 d. 1987), ljósmyndara á stofu Eyjólfs Jónssonar á Seyðisfirði,
inniheldur 714 myndir. Eru það fjölskyldumyndir, myndir frá ýmsum viðburðum í bænum og
víðar auk náttúrulífsmynda. Meðal annars má nefnda áhugaverðar myndir frá lýðveldishátíðinni
17. júní 1944 á Seyðisfírði.
Önnur myndasöfn
Ljósmyndasafnið hefur einnig fengið afhent ýmis önnur myndasöfn sem innihalda færri
myndir en ekki síður merkilegar. I einhverjum tilvikum er aðeins búið að skanna hluta af
viðkomandi ljósmyndasöfnum.
• Breiðdalsmyndir. skönnun á 293 myndum í eigu Herborgar Þórðardóttur frá Snæhvammi
í Breiðdal.
• Fljótsdalshérað: rúmlega ellefu hundruð myndir frá Egilsstöðum og nágrenni, meðal
annars af vinnu við gerð Lómatjamargarðs.
• Guðmundur Jóhannsson: rúmlega þúsund myndir sem hann tók af samstarfsfólki sínu
hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og víðar ásamt myndum úr ferðalögum um fjórðunginn.
• Hákon Aðalsteinsson: 473 ljósmyndir, meðal annars bílamyndir og myndir frá
leiksýningum á Eiðum og í Valaskjálf.
• Margrét Sigurðardóttir: safn 816 mynda úr eigu Margrétar Sigurðardóttir í Víðivallagerði
í Fljótsdal.
• RUVAusturland: 816 myndir úr starfi svæðisútvarps Ríkisútvarpsins á Austurlandi.
• Stórslysaœfmg 2000: myndir frá flugslysaæfíngu björgunarsveitanna.
• Sveitir og jarðir: myndir sem vom teknar fyrir ritið Sveitir og jarðir í Múlaþingi,
fimm binda verk sem kom út á ámnum 1974-1995.
• Þórarinn Þórarinsson: myndir frá Þórami fýlgdu öðrum skjölum sem erfíngjar hans
afhentu til Héraðsskjalasafns árin 2004 og 2011.
Lokaorð
Ljósmyndasafn Austurlands er mikilvægur þáttur í starfsemi Héraðsskjalasafns Austfirðinga
ekki síður en bóka- og tímaritasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar en við stofngjöf þeirra hafa
bæst valin fræðirit og handbækur auk rita sem snerta Austurland og Austfirðinga. Saman
mynda pappírsskjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið mikilvægan heimildagrunn til
fræðirannsókna á ýmsum sviðum en þó ekki síst á sviði ættfræði og sögu Austurlands.
Með opnun ljósmyndavefs em myndir í eigu safnsins gerðar sýnilegar og um leið opnast
sá möguleiki að almenningur geti borið kennsl á myndir og þannig aðstoðað við skráningu
þeirra. Þrátt fyrir þetta stóra skref er mikið verk óunnið en vonir standa til að skönnun eldri
mynda verði lokið í árslok 2018. Leitast verður við að skanna jafnóðum þær nýju myndir
sem berast til safnsins. Vona ég að þessi nýjung í starfsemi Héraðsskjalasafns Austfírðinga
mælist vel fyrir.
121