Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 128
Múlaþing
mönnum, hafi Ólafur Lárusson sem þar
var læknir, reiðst og farið að skamma
verkamennina fyrir einhverja handvömm.
Þá hafi Vigfús sýnt honum teikningu sem
hann hafði gert af honum þar á stundinni,
og hafi Ólafi þá runnið reiðin og gert
gott úr þessu. Benedikt segir að Vigfus
hafi teiknað mynd af Hóseasi organista í
Hamborg, og Þórarinn á Eiðum hafi fengið
hana lánaða í sambandi við skrif sín um
sönglíf á Héraði. (Munnl. heimild 18.3.
1989).
Upp úr aldamótum fór Vigfus einnig að teikna
og mála í sérstakar teiknibækur. Arið 1901
teiknaði hann myndir af ýmsum bæjum á
Héraði, sem eru hin merkasta heimild
um byggingarsöguna, ennfremur teiknaði
hann landslag og menn og dýr í Fljótsdal.
Mannamyndimar eru mjög vel gerðar, en
því miður skrifaði hann sjaldan af hverjum
þær væru. Myndir hans af Halldóri Hómer og
Klúku-Gvendi birtust í 3. bindi 2. útgáfu af
þjóðsagnasafni Sigfusar Sigfússonar.
I Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum er
stór fáni með mynd af hvítum fálka á bláum
gmnni, kominn frá Amheiðarstöðum, sem sagt
er að Vigfús hafi teiknað fyrir aldamótahátíð
á Valþjófsstað árið 1901. Á þessum árum fór
hann líka að mála vatnslitamyndir af landslagi,
t.d. af Snæfelli og Snæfellshnjúkum, en náði
ekki sömu leikni í málaralist sem í teikningu.
Vigfús hélt dagbók á Egilsstöðum sumarið
1903. Þar segir af því sem hann er að stússa,
einnig frá bústörfum, ferðum, gestakomum,
veðri og meira að segja öskufalli í Fljótsdal.
Hann var þá að búa sig undir að fara til
Reykjavíkur í smíðanám og var því hluta
sumars í kaupavinnu við heyskap á ýmsum
bæjum til að afla peninga. Líklega var hann
ekki gefínn fyrir bústörf, þó hann tæki fullan
þátt í öllu sem þurfti að vinna. Um annað
var naumast að ræða í þá daga. Þann 3.
júlí ritar hann í dagbókina: „I morgun var
Vigfús Sigurðsson, líklega um 25 ára. Eftir gamalli mynd
frá Urriðavatni í Fellum, sem hefur verið tekin á
Ijósmyndastofu. Eftirmynd: Helgi Hallgrímsson.
ánum slept, og varð ég fegnari en frá verði
sagt að losna við að hringla í þeim.“ Þegar
færi gafst var hann að lesa, teikna, leika á
hljóðfæri eða smíða. I dagbókinni er m.a.
getið um heyflutningsstreng, sem verið var að
koma upp á Egilsstöðum, en nokkrum ámm
áður hafði slíkur strengur verið settur upp á
Þorgerðarstöðum. (H. Hall., 2012).
Vigfús lærði snemma að spila á orgel
(harmonium), en hvernig það gerðist er
höfundi ókunnugt. Árið 1878, í tíð Lárusar
Halldórssonar prests, hafði Valþjófsstaðakirkja
eignast orgel, líklega hið fyrsta á Héraði, og
á það spilaði kona hans, Kristín dóttir Péturs
Guðjohnsen dómorganista í Reykjavík. Þau
fluttu burtu 1883.
Þórarinn skólastjóri telur að hún hafi kennt
Gunnari Helga Gunnarssyni á Brekku (föður
Gunnars skálds) og e.t.v. Hóseasi Jónssyni í
Hamborg, sem báðir spiluðu í kirkjunni fyrir
126