Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 135
Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal
á Scyðisfjörð í júní og verða þar við smíðar
um sumarið, og stingur upp á að þau hittist
þar. „Ekki er tekið til þess á Seyðisfirði
þó piltar og stúlkur gangi saman um allan
bæ.[...j Jeg var að tala um að draga það ekki
lengi að opinbera, en okkur liggur ekkert á
að æða í hjónabandið svona strax, þó jeg
sje reyndar orðinn nógu gamall (bölvaður
karlinn fertugur!!!). Já ef við opinberuðum,
þá ættum við hægara með að finnast, og
þá tæki enginn til þess.“ I bréfinu kemur
fram að SofRu langar að fara í Eiðaskóla,
en af því hefúr ekki orðið.
Eftir giftinguna voru þau Vigfús og Soffia fyrst
á Hallgeirsstöðum, líklega með smábúskap,
og þá tók hann myndir af heimilisfólkinu
þar og setti á póstkort. Haustið 1924 fluttu
þau á Seyðisfjörð, og hélt Vigfús áfram
að fást við smíðar þar og á Héraði en oft
var litla vinnu að fá og kjörin kröpp. Þau
eignuðust tvo syni er upp komust, Sigurð (f.
8. júlí 1924 á Hallgeirsstöðum) og Hauk (f.
6. júní 1928 á Seyðisfirði), en misstu dóttur,
sem hét Auður, en kölluð Stella (f. 1. júní
1923 á Hallgeirsstöðum, dáin 1. júní 1925
á Seyðisfirði). Lítið er höfundi kunnugt um
dvöl þeirra á Seyðisfirði, en þar höfðu þau
m.a. góð kynni af Elísabetu Baldvinsdóttur frá
Þorgerðarstöðum og Þóru M. Sigurðardóttur
(Egyptalandsfara) frá Kollstaðagerði, er stýrði
Elliheimilinu Höfn, og skrifuðust á við þær
síðar.
Árið 1930 var Vigfus fenginn til að annast
uppsetningu kLandssýningu í heimilisiðnaði,
sem haldin var í Iðnskólanum í Reykjavík,
og vann hann þar m.a. með sveitunga sínum
Geir G. Þormar frá Geitagerði, sem einnig
hafði lært hjá Stefáni oddhaga, og varð síðar
landsþekktur tréskurðmeistari og kennari á
Akureyri. Þessi kreppuár voru þeim hjónum
erfíð, en þau munu hafa haldið að auðveldara
væri að fá vinnu í Reykjavík, og þangað fluttu
þau líklega 1931 og vora til húsa á Grettisgötu
Vigfús og Soffia Elíasdóttir kona hans með soninn
Sigurð. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
20b, lengst áttu þau heima á Grandarstíg 4 í
Þingholtum.
Soffía hafði veikst af berklum, og varð
aldrei fullhraust, en annaðist þó heimilið af
miklum dugnaði, og effir að Vigfús lést (1943)
stundaði hún einnig vinnu utan heimilis. 1 bréfi
16. okt. 1948, spyr Elísabet Baldvinsdóttir:
„Ertu ennþá að vinna úti?“
Héraðsskjalasafnið á Egilsstöðum gaf
út jólakort 2002, með mynd og stuttu ævi-
ágripi Vigfúsar, sem Hrafnkell A. Jónsson
skjalavörður ritaði. Þar segir að aðalstarf
hans hafi verið „húsasmíði, húsaviðgerðir,
húsamálun og veggfóðrun í Reykjavík.
Hann vann við leikmyndagerð hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, og mun jafnframt hafa stigið
nokkrum sinnum á svið. I leikhúsinu fékk
133