Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 135

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 135
Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal á Scyðisfjörð í júní og verða þar við smíðar um sumarið, og stingur upp á að þau hittist þar. „Ekki er tekið til þess á Seyðisfirði þó piltar og stúlkur gangi saman um allan bæ.[...j Jeg var að tala um að draga það ekki lengi að opinbera, en okkur liggur ekkert á að æða í hjónabandið svona strax, þó jeg sje reyndar orðinn nógu gamall (bölvaður karlinn fertugur!!!). Já ef við opinberuðum, þá ættum við hægara með að finnast, og þá tæki enginn til þess.“ I bréfinu kemur fram að SofRu langar að fara í Eiðaskóla, en af því hefúr ekki orðið. Eftir giftinguna voru þau Vigfús og Soffia fyrst á Hallgeirsstöðum, líklega með smábúskap, og þá tók hann myndir af heimilisfólkinu þar og setti á póstkort. Haustið 1924 fluttu þau á Seyðisfjörð, og hélt Vigfús áfram að fást við smíðar þar og á Héraði en oft var litla vinnu að fá og kjörin kröpp. Þau eignuðust tvo syni er upp komust, Sigurð (f. 8. júlí 1924 á Hallgeirsstöðum) og Hauk (f. 6. júní 1928 á Seyðisfirði), en misstu dóttur, sem hét Auður, en kölluð Stella (f. 1. júní 1923 á Hallgeirsstöðum, dáin 1. júní 1925 á Seyðisfirði). Lítið er höfundi kunnugt um dvöl þeirra á Seyðisfirði, en þar höfðu þau m.a. góð kynni af Elísabetu Baldvinsdóttur frá Þorgerðarstöðum og Þóru M. Sigurðardóttur (Egyptalandsfara) frá Kollstaðagerði, er stýrði Elliheimilinu Höfn, og skrifuðust á við þær síðar. Árið 1930 var Vigfus fenginn til að annast uppsetningu kLandssýningu í heimilisiðnaði, sem haldin var í Iðnskólanum í Reykjavík, og vann hann þar m.a. með sveitunga sínum Geir G. Þormar frá Geitagerði, sem einnig hafði lært hjá Stefáni oddhaga, og varð síðar landsþekktur tréskurðmeistari og kennari á Akureyri. Þessi kreppuár voru þeim hjónum erfíð, en þau munu hafa haldið að auðveldara væri að fá vinnu í Reykjavík, og þangað fluttu þau líklega 1931 og vora til húsa á Grettisgötu Vigfús og Soffia Elíasdóttir kona hans með soninn Sigurð. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. 20b, lengst áttu þau heima á Grandarstíg 4 í Þingholtum. Soffía hafði veikst af berklum, og varð aldrei fullhraust, en annaðist þó heimilið af miklum dugnaði, og effir að Vigfús lést (1943) stundaði hún einnig vinnu utan heimilis. 1 bréfi 16. okt. 1948, spyr Elísabet Baldvinsdóttir: „Ertu ennþá að vinna úti?“ Héraðsskjalasafnið á Egilsstöðum gaf út jólakort 2002, með mynd og stuttu ævi- ágripi Vigfúsar, sem Hrafnkell A. Jónsson skjalavörður ritaði. Þar segir að aðalstarf hans hafi verið „húsasmíði, húsaviðgerðir, húsamálun og veggfóðrun í Reykjavík. Hann vann við leikmyndagerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og mun jafnframt hafa stigið nokkrum sinnum á svið. I leikhúsinu fékk 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.