Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 149

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 149
Sumarnytjar á Stuðlafossi Skógargerði, var af Urriðavatnskyni undan Glóa Olafs Jónssonar og því var hryssan náskyld hinni frægu Nös frá Urriðavatni sem varði lengi Islandsmeistaratitil í 300 m stökki. Göngur Fjallrekstrum vestur í Stuðlafossheiði á Dal fylgdu einnig mörg dagsverk að haustinu. A þessum árum lögðu Fellamenn í göngur á Jökuldal samkvæmt gamalli hefð. Var mönnum skipt á þrjú smalasvæði á Jökuldal; Hneftlsdalsheiði, Merkisheiði og Klausturselsheiði. Byrjuðu göngumar með því að smalar komu sér í kofa sem Melstaður heitir og er í brúnum ofan Skeggjastaða og Hofs í Fellum, sem áður getur. Melstaðarnafnið festist aldrei afgerandi við kofann og tala Fellamenn oftast um að fara í kofa. Þar var gist og riðið áfram árla morguns áfram vestur heiði þar til Hnefílsdalssmalar fyrst, og síðan Merkissmalar, skildu við hópinn. Klausturselssmalar héldu áfram vestur að Bræðrum, en svo nefnast tveir áberandi steinar á Miðheiði. Þar var gripið í nestið áður en menn skiptu sér í stykkið. Síðan vom lönd Stuðlafoss og Klaustursels smöluð niður og réttað í Klausturseli á þriðja degi. Þá var rekið austur í kofa fjórða daginn og til réttar á Ormarsstöðum fímmta daginn og yfírleitt réttað þar sama dag. Svona gerðust göngur Fellamanna á Jökuldal í áraraðir eða þangað til fjárskipti urðu upp úr 1990, þá lagðist það af að Fellamenn smöluðu á Jökuldal enda lítið um að fé Fellamanna sækti norður nema fé okkar feðga sem við fluttum þangað áfram í afrétt. Ein mín sterkasta minning úr göngum í Klausturseli er frá haustinu 1975, en þá gekk í ótíð um sama leyti, og ætla ég nú að rilja upp í stórum dráttum þessa ferð sem nokkrir gangnamenn úr Fellum lögðu í frá Klausturseli með stóran fjárrekstur austuryfír Fellaheiði 25. september það haust. I ritinu Fellamannabók, I. bindi, skráði Brynjólfur Bergsteinsson frá Hafrafelli víðtækan fróðleik um göngur og fyrirkomulag fjallskila í Fellahreppi um langt árabil. Kaflinn nefnist: „Göngur og réttir í Fellum“ og aftar í þeirri samantekt er sérstakur þáttur er nefnist: „Þar skall hurð nærri hælum“ og lýsir þeirri hrakningsferð sem ég ætla nú að minnast betur á, en ég ritaði einnig frásögn af þessari ferð veturinn 1976 í skólablað Egilsstaðaskóla, Lagarfljótsorminn, 7. árgang, og kallaði „Heiðarævintýri“. Enn geymi ég mörg minningarbrot úr þessari ferð sem ekki hefur verið skrifað um áður og er tilgangurinn nú að reyna að varpa enn skýrari mynd á atburði. Öll umfjöllun um ferðalag þetta hefúr hingað til einkennst af hógværð og varfæmi, vísast vegna tillitsemi við þá mörgu sem hlut áttu að málum en engum duldist hve alvarleg staða skapaðist þennan dag og hafa menn ávallt frekar sótt í að tala um þessa atburði í léttum dúr en sneitt hjá hinni alvarlegu hlið málsins. Það skal tekið fram að á þessum tíma voru ekki komnir til sögunnar farsímar og annar fullkominn ljarskiptabúnaður, sem nauðsynlegur þykir nú á dögum þegar haldið er til fjalla. Þó var til nokkuð sem heitir áttaviti en engum ferðalanganna hafði hugkvæmst að hafa slíkt öryggistæki meðferðis. Hrakningsferð í vændum Þetta haust smalaði pabbi í Klausturseli ásamt öðmm smölum úr Fellum. Hann kallaði mig upp í Klaustursel til að reka með þeim safnið austur yfír heiði. Eg var þá 14 ára gamall og hafði áður rekið með gangnamönnum austur í Fell. Eg hafði eignast skellinöðru, Suzuki AC 50, sem ég ijármagnaði að hluta með peningum sem mér áskotnuðust í tilefni af fermingu minni um vorið. Þegar tíminn kom settist ég á bak vélfák mínum og ók norður um Heiðarenda til Fossvalla. Man ég að éljagangur var í Heiðarendanum 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.