Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 149
Sumarnytjar á Stuðlafossi
Skógargerði, var af Urriðavatnskyni undan
Glóa Olafs Jónssonar og því var hryssan
náskyld hinni frægu Nös frá Urriðavatni
sem varði lengi Islandsmeistaratitil í 300
m stökki.
Göngur
Fjallrekstrum vestur í Stuðlafossheiði á Dal
fylgdu einnig mörg dagsverk að haustinu.
A þessum árum lögðu Fellamenn í göngur
á Jökuldal samkvæmt gamalli hefð.
Var mönnum skipt á þrjú smalasvæði á
Jökuldal; Hneftlsdalsheiði, Merkisheiði og
Klausturselsheiði. Byrjuðu göngumar með því
að smalar komu sér í kofa sem Melstaður heitir
og er í brúnum ofan Skeggjastaða og Hofs
í Fellum, sem áður getur. Melstaðarnafnið
festist aldrei afgerandi við kofann og tala
Fellamenn oftast um að fara í kofa. Þar
var gist og riðið áfram árla morguns áfram
vestur heiði þar til Hnefílsdalssmalar fyrst,
og síðan Merkissmalar, skildu við hópinn.
Klausturselssmalar héldu áfram vestur að
Bræðrum, en svo nefnast tveir áberandi steinar
á Miðheiði. Þar var gripið í nestið áður en
menn skiptu sér í stykkið. Síðan vom lönd
Stuðlafoss og Klaustursels smöluð niður
og réttað í Klausturseli á þriðja degi. Þá var
rekið austur í kofa fjórða daginn og til réttar
á Ormarsstöðum fímmta daginn og yfírleitt
réttað þar sama dag. Svona gerðust göngur
Fellamanna á Jökuldal í áraraðir eða þangað
til fjárskipti urðu upp úr 1990, þá lagðist það
af að Fellamenn smöluðu á Jökuldal enda lítið
um að fé Fellamanna sækti norður nema fé
okkar feðga sem við fluttum þangað áfram
í afrétt.
Ein mín sterkasta minning úr göngum
í Klausturseli er frá haustinu 1975, en þá
gekk í ótíð um sama leyti, og ætla ég nú að
rilja upp í stórum dráttum þessa ferð sem
nokkrir gangnamenn úr Fellum lögðu í frá
Klausturseli með stóran fjárrekstur austuryfír
Fellaheiði 25. september það haust. I ritinu
Fellamannabók, I. bindi, skráði Brynjólfur
Bergsteinsson frá Hafrafelli víðtækan fróðleik
um göngur og fyrirkomulag fjallskila í
Fellahreppi um langt árabil. Kaflinn nefnist:
„Göngur og réttir í Fellum“ og aftar í þeirri
samantekt er sérstakur þáttur er nefnist:
„Þar skall hurð nærri hælum“ og lýsir þeirri
hrakningsferð sem ég ætla nú að minnast betur
á, en ég ritaði einnig frásögn af þessari ferð
veturinn 1976 í skólablað Egilsstaðaskóla,
Lagarfljótsorminn, 7. árgang, og kallaði
„Heiðarævintýri“.
Enn geymi ég mörg minningarbrot úr
þessari ferð sem ekki hefur verið skrifað um
áður og er tilgangurinn nú að reyna að varpa
enn skýrari mynd á atburði. Öll umfjöllun um
ferðalag þetta hefúr hingað til einkennst af
hógværð og varfæmi, vísast vegna tillitsemi
við þá mörgu sem hlut áttu að málum en
engum duldist hve alvarleg staða skapaðist
þennan dag og hafa menn ávallt frekar sótt í
að tala um þessa atburði í léttum dúr en sneitt
hjá hinni alvarlegu hlið málsins. Það skal
tekið fram að á þessum tíma voru ekki komnir
til sögunnar farsímar og annar fullkominn
ljarskiptabúnaður, sem nauðsynlegur þykir
nú á dögum þegar haldið er til fjalla. Þó
var til nokkuð sem heitir áttaviti en engum
ferðalanganna hafði hugkvæmst að hafa slíkt
öryggistæki meðferðis.
Hrakningsferð í vændum
Þetta haust smalaði pabbi í Klausturseli ásamt
öðmm smölum úr Fellum. Hann kallaði mig
upp í Klaustursel til að reka með þeim safnið
austur yfír heiði. Eg var þá 14 ára gamall
og hafði áður rekið með gangnamönnum
austur í Fell. Eg hafði eignast skellinöðru,
Suzuki AC 50, sem ég ijármagnaði að
hluta með peningum sem mér áskotnuðust
í tilefni af fermingu minni um vorið. Þegar
tíminn kom settist ég á bak vélfák mínum
og ók norður um Heiðarenda til Fossvalla.
Man ég að éljagangur var í Heiðarendanum
147