Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 154

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 154
Múlaþing Rekstur Fellamanna birtist í þokusudda á Fellaheiði. Ljósmynd: Eiríkur Sigfússon lausast var og ráku hausinn við og við upp úr driftunum. Annað slagið var stoppað og þingað. Karlamir skeggræddu hvert halda skyldi. Við hinir yngri lögðum minna til mála enda var ég orðinn svo gersamlega áttavilltur að ég vissi engan veginn hvað snéri út eða fram. Svo slæmt var veðrið að hundamir bám sig illa og í hvert sinn sem stoppað var hringuðu þeir sig niður og létu fenna yfir sig. Þegar lagt var af stað aftur þurfti að leita að þeim í sköflunum og spyma þeim upp úr bælunum því að þeir hlýddu ekki kalli og vildu liggja eftir. Svona þokuðumst við áfram í einhverja átt sem ég spáði ekki lengur í, en fylgdi körlunum í þögulli sannfæringu um að væri hin rétta. Á unglingsaldri fékk ég stundum innvortis óþægindi, eins konar krampa í ristilinn, og dugði þá jafnan að fá sér stuttan dúr og lagaðist þá ástandið. Svo brá við að þessi óþægindi leituðu á mig þama og bættust við erfíðið sem fyrir var. Hugsaði ég með mér að næst þegar stoppað yrði til að þinga um áttir, þá ætlaði ég að næla mér í kríu til að vita hvort verkurinn lagaðist ekki. Næst varð fyrir okkur melkollur með grjóthrauki á toppi. Var líkast því að hitta gamlan kunningja eftir að hafa þaufast áfram í myrkri og þreifandi byl um þúfur og grafninga í heldur tilbreytingarlitlu landslagi. Varð mér að orði í eins konar hálfkæringi, orðinn kol-áttavilltur og þreyttur; „Er þetta Merkisgreni?“ Eg hafði varla sleppt orðinu þegar gall í Pétri í Egilsseli: „Ja, kannski við séum nú komnir á Merkisgreni eftir allt saman.“ Rétt er að geta þess að Merkisgreni er á Mið-Heiði á mörkum Klausturselsheiðar og Merkisheiðar og liggur rekstrarleiðin þar um. Eitthvað var um það rætt hvort svo gæti verið en var þó mjög ijarstæðukennt enda hefðum við þá verið búnir að fara langa leið til baka og fram hjá þeim stað þar sem við skildum við féð, sem er óhugsandi; sú hraðferð var ekki á okkur þessa nótt. Ekki veit ég hvort nokkur tók þetta bókstaflega en heyrði því samt fleygt eftir á að í villum okkar myndum við hafa ratað á Merkisgreni. Þetta sýnir að óábyrgar athugasemdir geta hæglega truflað einbeitingu manna þegar þeir eru orðnir efins um áttir og óvissir um hvert halda skuli. Á þessum mel var stoppað og karlar réðu ráðum um hvert halda skyldi. Heyrði ég í fyrsta sinn að menn voru ekki á sama máli um það hvar við væram staddir. Eg sá mér nú leik á borði að reyna að dotta litla stund og hallaði mér upp að steini enda var ég ókaldur og þurr. Var mér rétt að renna í brjóstið þegar ég var rifinn upp af föður mínum og fleiri mönnum og dustaður til og hrópað á mig eins og ég væri 152
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.