Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 154
Múlaþing
Rekstur Fellamanna birtist í þokusudda á Fellaheiði. Ljósmynd: Eiríkur Sigfússon
lausast var og ráku hausinn við og við upp
úr driftunum.
Annað slagið var stoppað og þingað.
Karlamir skeggræddu hvert halda skyldi. Við
hinir yngri lögðum minna til mála enda var ég
orðinn svo gersamlega áttavilltur að ég vissi
engan veginn hvað snéri út eða fram. Svo
slæmt var veðrið að hundamir bám sig illa og
í hvert sinn sem stoppað var hringuðu þeir sig
niður og létu fenna yfir sig. Þegar lagt var af
stað aftur þurfti að leita að þeim í sköflunum
og spyma þeim upp úr bælunum því að þeir
hlýddu ekki kalli og vildu liggja eftir. Svona
þokuðumst við áfram í einhverja átt sem
ég spáði ekki lengur í, en fylgdi körlunum
í þögulli sannfæringu um að væri hin rétta.
Á unglingsaldri fékk ég stundum innvortis
óþægindi, eins konar krampa í ristilinn, og
dugði þá jafnan að fá sér stuttan dúr og lagaðist
þá ástandið. Svo brá við að þessi óþægindi
leituðu á mig þama og bættust við erfíðið sem
fyrir var. Hugsaði ég með mér að næst þegar
stoppað yrði til að þinga um áttir, þá ætlaði ég
að næla mér í kríu til að vita hvort verkurinn
lagaðist ekki. Næst varð fyrir okkur melkollur
með grjóthrauki á toppi. Var líkast því að
hitta gamlan kunningja eftir að hafa þaufast
áfram í myrkri og þreifandi byl um þúfur og
grafninga í heldur tilbreytingarlitlu landslagi.
Varð mér að orði í eins konar hálfkæringi,
orðinn kol-áttavilltur og þreyttur; „Er þetta
Merkisgreni?“ Eg hafði varla sleppt orðinu
þegar gall í Pétri í Egilsseli: „Ja, kannski
við séum nú komnir á Merkisgreni eftir allt
saman.“ Rétt er að geta þess að Merkisgreni er
á Mið-Heiði á mörkum Klausturselsheiðar og
Merkisheiðar og liggur rekstrarleiðin þar um.
Eitthvað var um það rætt hvort svo gæti verið
en var þó mjög ijarstæðukennt enda hefðum
við þá verið búnir að fara langa leið til baka
og fram hjá þeim stað þar sem við skildum
við féð, sem er óhugsandi; sú hraðferð var
ekki á okkur þessa nótt. Ekki veit ég hvort
nokkur tók þetta bókstaflega en heyrði því
samt fleygt eftir á að í villum okkar myndum
við hafa ratað á Merkisgreni. Þetta sýnir að
óábyrgar athugasemdir geta hæglega truflað
einbeitingu manna þegar þeir eru orðnir efins
um áttir og óvissir um hvert halda skuli.
Á þessum mel var stoppað og karlar réðu
ráðum um hvert halda skyldi. Heyrði ég í
fyrsta sinn að menn voru ekki á sama máli um
það hvar við væram staddir. Eg sá mér nú leik
á borði að reyna að dotta litla stund og hallaði
mér upp að steini enda var ég ókaldur og þurr.
Var mér rétt að renna í brjóstið þegar ég var
rifinn upp af föður mínum og fleiri mönnum
og dustaður til og hrópað á mig eins og ég væri
152