Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 155

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 155
Sumarnytjar á Stuðlafossi dauðans matur. Var ég hálfönugur við karlana að fá ekki að dotta aðeins lengur þar sem ég var ekki laus við iðraverkinn sem búinn var að plaga mig allt kvöldið. Eg er þess fullviss enn í dag að mér hefði ekkert gert til að fá að dotta smástund þar sem ég var algerlega óhrakinn, en sannarlega nokkuð þreyttur. En hér var engin miskunn og þama merkti ég fyrst á mönnum að þeim var ekki rótt um stöðu mála. Einn gangnamanna neyddist til leysa brækur þarna í öskrandi hríðinni og brá sér bak við stein við heldur nöturlegar aðstæður. Pabbi tók mig afsíðis og gekk með mér hring um stærsta steininn og bað mig að setja á mig lögun hans því að steinninn var með þeim sérkennum að út úr honum skagaði nef allsérstakt. Var eins og pabbi vildi geta sannað mál sitt síðar, en ég hafði greint það meðan ég hallaði mér að hann renndi grun í hvar við væmm staddir. Á þessum stað var afskrifað að reyna að fmna kofann, enda lítt áberandi bygging og tilviljanakennt að rekast á hann við slíkar aðstæður. Ákveðið var að halda þá leið sem líklegust þótti til að komast mætti niður af heiðinni. Var nú ákveðin stefna og hundunum enn einu sinni spymt á fætur og haldið af stað. Ekki voru nema nokkur skref gengin frá grjótinu þegar menn og hestar steyptust fram af snjóhengju og kútveltust niður. Máttum við hafa okkur alla við að lenda ekki undir hestunum sem byltust niður eins og stjómlaus stórkeröld. En brekkan endaði á jafnsléttu og aliir komust á fætur óskaddaðir, og svo var brotist áfram í hríðinni. Ljós í myrkrinu Kaflinn sem í hönd fór var hinn erfíðasti, svo þungt var göngufærið, en þá vora margir klukkutímar liðnir síðan nokkur hafði setið á hestbaki. Eitt af því sem mönnum hafði sést yfir í langan tíma var að nærast. Veðrið rak menn áfram í von um að komast út úr aðstæðunum, sem buðu ekki upp á að baukað væri við nesti; öll reiðtygi orðin stokkfrosin Mósa Guðmundar með folald sitt á Setbergi í Fellum. Ljósmynd: Hólmfríður Helgadóttir. og erfítt að komast í hnakktöskumar. Oddur var með djúsflösku í vasanum og talaði um að það hefði hjálpað sér mikið að súpa á henni við og við til að mæta orkutapinu. Guðmundur varð hins vegar fyrir sykurfalli og kenndi sér meins. I lann harkaði þó af sér og braust í hnakktöskuna og beit í frosið nesti. Olarnar á hnakktöskunni voru kolfrosnar en það hafðist. Við fóram yfír mýrarflóa og sagðist Guðmundur hafa stappað holu í frerann og drukkið það sem mýrin bauð, enda afskaplega þyrstur orðinn af miklu vökvatapi. Þetta gaf honum aukna orku til að halda áfram. Næst komum við að kíl og þar var stoppað. Nú taldi gangnastjóri sig þekkja Hrafnsgerðiskílinn sem rennur fram og niður í Elrafnsgerðisá og vildi taka stefnu þvert austur frá honum og komast á brúnir ofan Skeggjastaða. Grétar vildi halda undan hallanum meðfram kílnum og komast þannig niður af heiðinni. Á þessum fundi birti rétt snöggvast í loft og menn grilltu í tunglið og Venus stundarkom. Einhverjir minntust vísuorðanna: „Venus hátt í vestri skín, við skulum hátta elskan mín.“ Stefán fullyrti að tunglið væri ávallt yfír austurfjöllunum um þetta leyti og lagði til að gengið yrði á tunglið. Ut frá þessum vísbendingum var haldið í þá átt sem menn töldu líklegast að væri austur. 153 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.