Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 156

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 156
Múlaþing Eftir langa og stranga göngu fram og niður Hrafnsgerðisbuginn í þæfíngsfærð með hestana í taumi urðu menn varir við að veðurhæðin hafði minnkað örlítið sem staðfesti lækkun í landinu og greina mátti nokkurt undanhald. Afram hélt för og skyndilega varð okkur ljóst að við vorum komnir á brún heiðarinnar og greindum ljós í byggð neðan við okkur hinumegin í dalnum. Eg var svo gersamlega áttavilltur að mér fannst þetta allt eins geta verið ljós á bæjum á Jökuldal. Man ég að ég spurði gangnastjóra hvort hann teldi vera Jökuldal eða Hérað. „Ætli það sé ekki Héraðið“ svaraði hann með hægð, og hefur eflaust fundist spumingin skrítin. Þama vomm við staddir á brúnum ofan Hrafnsgerðis, innsta bæjar í Fellum. Hrafns- gerðisbugurinn er ekki talin greiðfærasta leið sem hægt er að velja sér niður af heiðinni en um það var ekki spurt í þessu tilfelli heldur reynt að rata þá leið sem örugglega skilaði mönnum til byggða. Urkoman var nú orðin slyddukenndari enda ögn hlýrra í lofti eftir því sem neðar dró. Fjallið var víða bratt þama og jörð sleip af krapi, enda runnu hestar og menn á rassinum niður flestar brekkur, langar sem stuttar. Niður undir Hrafnsgerði var stefnan tekin út um Teigaból sem þá var í eyði og stefnt í Skeggjastaði. Eftir að fjallinu sleppti settust menn á bak hestunum sem nú sýndust allir gráir að lit, svo sýldir voru þeir orðnir vegna krapans sem pakkast hafði í feldinn. Nú var komin morgunskíma. Riðum við út í gegnum Teigaból og sem leið lá til Skeggjastaða og fóru að detta flygsur úr feldi hestanna þegar þeim hlýnaði og sýndust þeir á tímabili allir einhvem veginn gráskellóttir. Sleipnir minn var brokkgengur og heldur illgengur á brokkinu en samt sofnaði ég hvað eftir annað á þessari leið þótt rösklega væri riðið. Nú var það gegn vilja mínum sem svefninn sótti á, en í þetta sinn var það ósvikin þreyta sem gerði vart við sig. Vaknaði ég jafnan þegar ég var farinn að hallast svo í hnakknum að ég var við það að detta af baki, en með þessu reiðlagi dinglaðist ég í hlað á Skeggjastöðum ásamt ferðafélögunum. Þar vom hrossin hýst í tiltækum útihúsum og gengið til bæja. Á Skeggjastöðum bjó einn ferðalanganna, Þorbergur Jónsson ásamt konu sinni Guðrúnu Árnadóttur og börnum, en á ytri bænum Garðar Pálsson og Anna Tómasdóttir og fimm böm þeirra. Á þessum tveimur heimilum var okkur gangnamönnum boðið að hvílast eftir slarkið. Guðmundur Sigfússon minnist þess er hann kom heim á tröppumar með Þorbergi og fleiram að þá var húsið læst. Þorbergur knúði dyra og nokkur tími leið þar til Guðrún húsfreyja opnaði. Hún leit snöggvast yfir hópinn spurði síðan heldur höstug: „Hvem andskotann emð þið að gera hér?“ Henni var eðlilega bmgðið að sjá hrakta og lúpulega gangnamenn þar mætta, en fólk í byggð bjóst ekki við öðru en þeir væru þessa nótt í kofa með Klausturselsreksturinn. Þorbergur hopaði eitt skref afturábak við kveðju konu sinnar en síðan vom allir drifnir inn. Mér var vísað til gistingar hjá Garðari og Önnu og var þar tekið á móti okkur af mikilli rausn og búið um okkur í þægilegum rúmum. Sjaldan hef ég notið þess betur að leggjast til hvíldar en eftir þetta erfíða slark sem búið var að standa í réttan sólarhring, en klukkan var orðin fimm um morguninn þegar Skeggjastöðum var náð. Þegar ég vaknaði seinna um daginn voru famir menn héðan og þaðan upp á heiði til að bjarga fénu. Frá okkur höfðu farið eftir stutta hvíld þeir Brynjólfur, Þorbergur, Grétar, Pétur og Oddur. Garðar hafði farið upp fyrr um morguninn ásamt tleiram og hafði því leyst Stefán, smalamann sinn, undan frekari skyldum. Um þennan síðari leiðangur, sem ekki var sá auðveldasti, hefur Brynjólfur fjallaó með greinargóðum hætti í áðumefndum fjallskilaþætti í Fellamannabók og mun ég því ekki lýsa náið þeim björgunarleiðangri enda tók ég ekki þátt í honum. 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.