Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 96
Báðir bílarnir verða
kynntir hérlendis í
mars 2022.
Maxus rafbílamerkið er til-
tölulega nýkomið til Evrópu
og Ísland var eitt fyrsta landið
til að selja Maxus bíla. Þegar
eru komnir Euniq fjölnota-
bíllinn og E-Deliver sendi-
bíllinn, en næstu tveir bílar
merkisins eru væntanlegir
snemma á nýju ári.
njall@frettabladid.is
Á dögunum var nýr rafjepplingur
á vegum Maxus kynntur í Noregi
en það er Euniq 6. Á staðnum voru
aðilar frá íslenska umboðinu Vatt
ehf. í Skeifunni, en bíllinn verður
kynnur þar í mars á næsta ári. Þar
var einnig kynntur Maxus T60, sem
er rafknúinn pallbíll sem einnig er
von á til Íslands á næsta ári. Maxus
T60 bíllinn verður aðeins fáanlegur
með tvíhjóladrifi til að byrja með en
kemur síðar með fjórhjóladrifi.
Maxus Euniq 6 er stór jepplingur
sem byggir á Maxus D60 bílnum.
Hann er 4.735 mm langur og með
2.760 mm hjólhaf en veghæðin er
160 mm. Tvær raf hlöður verða í
boði, annars vegar 52,5 kWst og hins
vegar 70 kWst. Með minni rafhlöð-
Maxus Euniq 6 kynntur
fyrir Evrópumarkað
Maxus Euniq 6 er millistór blendingsbíll og verður drægi hans yfir 400 km
samkvæmt WLTP staðlinum. MYND/ MAXUS
Maxus T60
verður fyrsti raf-
drifni pallbíllinn
sem kemur í
sölu hérlendis.
MYND/SONJA G.
ÓLAFSDÓTTIR
njall@frettabladid.is
Þá er endurskapaður Ford Ranger
kominn fram á sjónarsviðið, en
hann hefur verið vinsæll hérlendis
að undanförnu. Það sem er athyglis-
vert við bílinn er að í gegnum sam-
starf Ford við Volkswagen, verður
hann fáanlegur með V6 dísilvél sem
mun auka afl hans til muna. Áfram
verður tveggja lítra dísilvélin í boði
ásamt 2,3 lítra Ecoboost bensínvél.
Ford hefur einnig staðfest að von sé
á rafdrifinni útgáfu á seinni stigum.
Bíllinn með V6 vélinni mun fá
endurhannaða útgáfu 10 þrepa sjálf-
skiptingarinnar, ásamt nýju fjór-
hjóladrifskerfi. Sá bíll verður einn-
ig vel búinn innandyra en hann fær
12 tommu upplýsingaskjá í miðju-
stokki. Margt er breytt í þessum bíl
fyrir utan útlitið, sem er meira í ætt
við amerísku trukkana. Nýr Ranger
er 50 mm breiðari en áður svo að
hægt var að endurhanna fjöðrun
og stækka pallinn. Á pallinum verða
nokkrir aukahlutir sem staðalbún-
aður eins og mælistika, 400 watta
rafmagnstengi, hólfaskipting á palli
og plasthlífar ásamt vinnuljósum.
Bíllinn fer í sölu í lok næsta árs en
búast má við honum á götuna hér-
lendis snemma árs 2023. n
Nýr Ford Ranger
loksins frumsýndur
Ford Ranger líkist nú meira og meira F-150 pallbílnum. MYNDIR/FORD
Í miðjustokki verður hægt að fá
Ranger með allt að 12 tommu upp-
lýsingaskjá eftir útfærslum.
unni er drægið 350 km samkvæmt
NEDC staðlinum, en 510 km með
þeirri stærri. Í Noregi er 70 kWst
rafhlaðan staðalbúnaður, en drægi
hennar samkvæmt WLTP staðlinum
er einhverstaðar á milli 400-475 km.
Rafmótor bílsins er 175 hestöfl og
með 310 Nm togi en hámarkshrað-
inn er 170 km á klst. Um vel búinn
bíl er að ræða, með 14 tommu upp-
lýsingaskjá, glerþaki, díóðuljósum
og viðamiklum öryggisbúnaði. n
Bývaxkerti
Margar gerðir
Krem, sápur
og olíur
Úrval fallegra listmuna sem fegra og gleðja.
Tilvalið í jólapakkann fyrir starfsmenn, vini og ættingja.
Verið hjartanlega velkomin í vefverslun Sólheima
Þorgrímur (E.B)
28.900 kr
Hestur (G.L.A)
5.900 kr
Doppa (K.A.S)
10.900 kr
Ástríkur (E.B.S)
13.900 kr
Líð á haus (E.B.S)
12.900 kr
Bolli með undirskál (E.B)
6.990 kr
Útikerti
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR