Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 14

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 14
6 HEILSUVERND mánuði ársins 1918 geisaði inflúenzan í Danmörku, en eigi að síður var dánartalan fyrir allt árið 1918 2 % lægri en fyr- ir stríð, en hækkaði í öðrum Evrópulöndum — stríðslöndin ekki meðtalin — um 23 til 46%. Þetta var stórkostlegur á- rangur á ekki lengri tíma og ljós sönnun þess, hve miklu er hægt að fá áorkað á heilsuna með því að breyta matar- æðinu. Þá gerði Hindhede samanburð á dauðsföllum úr sjúkdóm- um öðrum en farsóttum og berklum á aldrinum 25 til 60 ára. Þar lækkaði dánartalan um 29% hjá körlum en um 11% hjá konum. Hjá báðum hækkaði dánartalan svo á ný næstu árin eftir stríð, er mataræðið færðist í hið fyrra horf. Ástæðuna til þess, að dánartalan hjá körlum lækkaði meira en hjá konum, telur Hindhede minnkun öl- og brenni- vínsneyzlu, sem var miklu meiri meðal karla en kvenna, áður en bruggbannið komst á. Sérstaklega er það eftir- tektarvert, að dauðsföllum úr beinum afleiðingum ölæðis (delerium tremens o. s. frv.), af slysum, sjálfsmorðum, úr lungnabólgu og nýrnabólgu fækkaði um helming meðal karla en lítið sem ekkert meðal kvenna. I því sambandi lætur Hindhede þess getið, að lungnabólgusjúklingar, sem neytt hafi áfengis að staðaldri, þótt í hófi sé, hafi miklu minni líkur til bata en bindindismaðurinn. Þá vekur Hindhede sérstaka athygli á því, að sjúkdóm- ar í heila, hjarta og nýrum hafi aukizt jafnt og þétt meðal kvenna frá 1890 til 1916, en árið 1918 eru dauðsföll úr þessum 3 sjúkdómaflokkum meðal kvenna um 50% færri en árin 1915-’16. Þetta telur Hindhede ekki geta stafað af breytingum á áfengisneyzlu, nema þá að mjög litlu leyti, heldur þakkar hann þetta sjálfri mataræðisbreytingunni, enda hækkar dánartalan úr þessum sjúkdómum verulega þegar á næsta ári, 1919. Hér verður þessi merkilega saga ekki rakin lengra. En víst er það, að Hindhede varð bjargvættur þjóðar sinnar á þessum síðustu árum heimsstyrjaldarinnar fyrri en hlaut litlar þakkir fyrir. Og sorglegt er það, að úr hópi lækna

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.